Skírnir - 01.01.1970, Side 137
SKÍRNIR
BYGGING OG TÁKN
131
Til efnisheimsins heyrir hið brennandi ejni (3) og geometrísku
myndirnar flöturinn, hringurinn og keilan (3) og gagnsœir teningar
(7).
Hið brennandi efni er einnig eldurinn, sem gætir aftur í 7. og 11.
kvæði í náinni snertingu við tímann.
Tímahugmyndin spannar líðandi stund og eilífðina, dulræna eða
heimspekilega hliðstæðu við óendanleika geimsins og algildi geo-
metrísku myndanna. Eilífðin er fyrst nefnd í 12. kvæði, síðan endur-
tekin tvisvar í lokaljóðinu. Ein mynd eilífðarinnar er dauðinn, sem
aðeins er nefndur nafni í 3. kvæði, þar sem hann er tengdur eldin-
um. Tvö ljóð (7, 9) enda hikandi og undrandi á nafni guðs, hinni
endanlegu spurningu bak við allar hugmyndir.
Aðrir þættir í náttúrumynd lj óðaflokksins eru fjær tímahug-
myndinni, en tengdir tímafyrirbærunum og tímatáknunum. Vindur-
inn, sem ávallt hefur verið tákn hins valta og sviplega: blœr, sem
þýtur (4), vindurinn (9) og stormurinn (14). Vindurinn er í tengsl-
um við himininn og ljósið, og fuglinn (12, 14, 16) býr í heimi
vinda. Eins og kristöllun úr fuglsmyndinni verða vcengirnir (3, 7, 8,
13, 16) sjálfstætt tákn, sem er notað um nætur og daga, um myrkrið
og hafið.
Með vindinum og fuglinum erum við komin á annað svið í
ytri heimi ljóðanna, nær manninum. Þar eru blórnið á jörðinni (2,
4, 21) og fiskurinn í sjónum (9, 18). Og með því er brúað bilið að
hinu aðaltákninu. I hinni jarðnesku veröld eiga bæði tíminn og
vatnið þátt. í fáum og einföldum dráttum er lýst landslagi með fjall-
inu (14, 16, 18), grasinu (4) og runninum (8). Ský svífa yfir fjalls-
egginni (18). Um landið liggur sandurinn (4, 14) og hafið. I hafið
rennur fljótið (12) með hinn óvœða ós (8).
Vatnið er öðruvísi en tíminn. Hluti af umheimi mannsins, en um
leið dularfullt fyrirbæri í vitund hans.4 I ljóðabálknum eru tákn-
hringirnir tveir ólíks eðlis. Nærri allt í ljóðunum verður tákn tím-
ans. Hið breytanlega og endurtekna speglar líðandi stund og jarð-
neska tilveru mannsins. Hið kyrrstæða og óendanlega er tengt ei-
lífðinni. I þessu táknmáli á einnig vatnið hlut. Sólskinið - stormur-
inn - hafið (14) móta jarðneska umgerð um náttúrumyndina. Nátt-