Skírnir - 01.01.1970, Qupperneq 138
132 PREBEN MEULENGRACHT SÖRENSEN SKÍRNIR
úran er alls staðar undirorpin tímahugmyndinni og um leið tákn
hennar. En vatnið er einnig sjálfstætt þema í ljóðaflokknum, jafn-
oki og hliðstæða tímans. Gagnstætt hinum abstrakta og táknaða
tíma er vatnið hlutstætt og táknandi, margslungið og torráðið tákn,
sem einnig tjáir manninn í ljóðaflokknum.
Efnið sjálft, vatnið kemur fyrir í 1., 3., 5., 16., 18. og 21. kvæði.
Alls staðar merkir það greinilega einnig haf, fljót eða svipuð nátt-
úrufyrirbæri. Á nokkrum stöðum merkir orðiö stöðuvatn (7, 9).
Oftast er hafið (14) nefnt, hið hyldjúpa (5) og veglausa (10, 17)
haf, aldan, báran, bylgjan og sjórinn (4, 10, 19, 20), djúpið (2, 10)
og fiskur þess (9, 18) og grunnsœvið með gult raf (5). I hinum
bylgjandi maurildum (7) mætast hafið, ljósiÖ og nóttin.
Hafið og aldan eru í senn hið eilífa og hið hverfula; sama á við
um fljótið (11, 12) og hinn óvœða ós (8).
Regnið (13, 15, 18) og snjórinn (9) eru tengd himinfyrirbærun-
um í tímatáknhringnum. Ásamt vindinum og sólskininu eru þau
veðurfar Ijóðanna. Með hlutdeild í vatnstákninu er notað orðasam-
bandið límkenndur vökvi verðandinnar (11), þar sem tíminn í lík-
ingu við vatnið verður hlutkenndur. En með þessari mynd erum við
um leið, eins og með tárinu (6, 15), flutt úr umhverfi mannsins inn
í innri heim hans.
Sjálfið er þriðja meginþemað og möndullinn í þessum hringlaga
táknheimi. Sjálfið er veran, sem skynjar náttúru og tíma ljóðanna.
Stundum er sjálfið virkt. Það málar mynd (1), hendir steini (4),
býr sér hvílu (21), lætur hug sinn fljúga (17); það sér (19), finnur
(21), sefur (8) og gengur (14). Oftast er sjálfið aðgerðalaust í
umhverfi sínu.
Við sjáum sjálfið í þremur tíðum gagnvart náttúrunni, sem er lýst
í nútíð eða í tíðarlausum nómínalsetningum. Nútíð sjálfsins er tími
sorgarinnar (10, 11, 15, 17) og tími næturinnar og svefnsins (8, 11,
12, 13, 21). Til fortíðarinnar eru sóttar myndir af sjálfinu í bjart-
ara umhverfi (sérstaklega 14 og 16) og hér er einnig lýst skeiði,
þar sem tíminn stóð kyrr (5, 6, 16), gagnstætt nútíðinni en þar
líður allt að lokum. í 8. kvæði er horft í átt til þess, sem kemur,
með myndinni af nóttinni, sem fer í hönd.
Sjálfið kemur oft fram sem vitund, tilfinning eða líkamshluti, oft-