Skírnir - 01.01.1970, Qupperneq 139
SKÍRNIR
BYGGING OG TÁKN
133
ast er það nefnt með fornafni 1. persónu einu, en við fáum aldrei
almynd af þessari veru.
Orð fyrir meðvitundina eru vitund (1, 10), hugur (17), hugi (13,
17), hugsun (16) og sál (8). í 6. kvæði standa orðin líf mitt, og
fjórum sinnum og með mikilli áherzlu í lokakvæðunum draumur
(10, 19, 21). Sjálfið talar, en ekkert samtal er í ljóðunum, þögnin
(16, 20) er yfirþyrmandi, hún rennur yfir röddina eins og sjór
(20), orðin falla í ísblátt vatnið (18), hin livíta fregn er flutt yfir
sofandi jörð (18).
í tjáning tilfinningalífsins drottnar sorgin í ýmsum tilbrigðum
sínum: sorg (5, 10), tregi (15) og harmur (17). Trú og ást eru
nefndar í 2. kvæði, gleði í 5. kvæði og hamingja í 11. kvæði. Aðeins
ósjálfráðar tilfinningar, eiga sér stað í ljóðunum. Vonina þekkja
þau ekki, né heldur hugrekki eða stolt, reiði eða fyrirlitningu, rétt
eða rangt.
Líkamshlutar eru jafnalgengar myndir sjálfsins og tjáning vitund-
arinnar. Fyrst og fremst höndin (6, 11, 14, 16), sem þó aðeins einu
sinni er virkt afl, og augað (6, 11). í fylgd með auganu er tárið (6).
Ennfremur höfuðið (6), andlitið (12, 13), og síðast einu sinni lík-
aminn (21).
Þessar myndir, sóttar til sjálfsins, eru einnig notaðar í víðtækari
táknrænni merkingu og án beins sambands við manneskjuna.
Draumurinn (9),sorgin (11 ),liláturinn (11), þögnin (20) og efinn
(9) eru færð út í náttúruna sem vitnisburður um hlutdeild sjálfsins
í henni, eða kannski til marks um að náttúran sé mynd af sjálfinu.
Þannig verður einnig höndin sjálfstætt tákn (12) og augað tengist
fljótinu (12) og eilífðinni (21). Á svipaðan hátt eru dagurinn (15),
sólskinið (16) og nóttin (21) persónugerð.
Náttúrunni er lýst í þriðju persónu, en gagnvart sjálfinu stendur
í nokkrum ljóðanna (8, 10, 15, 17, 19, 20) vera í annarri persónu,
þú, sem sjálfið hefur sérstakt samband við. Þú er þáttur í hinum
ytri heimi sjálfsins og virðist vera manneskja eins og það sjálft, en
alltaf langt í burtu eins og í annarri veröld. Fornafn annarrar pers-
ónu kemur fyrir í fyrsta skipti í 5. kvæði, en þar hefur það sér-
stöðu, þar sem það er greinilega hafið eða vatnið, sem ávarpað er.
í hinum fimm ljóðunum hefur þú mannlegan svip, en hvergi sjáum
við þessa veru í heild. Hún er skynjuð sem andlit (19) eða svipur