Skírnir - 01.01.1970, Síða 140
134 PREBEN MEULENGRACHT SÖRENSEN SKÍRNIR
(15, 19), talað er um röddina (8), varirnar (10), hvarminn (17)
og tárið (15), og við heyrum um hamingju hennar (17) og reynd
(20), um fjarlœgð hennar (15) og órœk spor (19).
Hver er þú? Kona, ást sjálfsins? Eða kannski náungi þess? Það
getur einnig einfaldlega verið umheimurinn eða fortíðin, holdgun
þess lífs, sem sjálfið hefur lifað, og sem hinn ósigrandi tími hefur
nú tekið frá því. Þessar túlkanir má nota allar, en spurningunni
verður ekki svarað. Þú er staðreynd í heildarmynd kvæðanna eins
og hin táknin. Skuggamynd af dansara aftast á sviðinu. Slitinn úr
samhengi sínu verður hann eitthvað annað en hann er.
Enn einni mannlegri veru bregður fyrir: grannvaxinni konu í 2.
kvæði, en aðeins sem mynd í líkingu. Þessi mynd er eina þriðja
persónan í ljóðaflokknum, og eina manneskjan, sem við sjáum í
raun og veru.
Hér hafa verið nefnd næstum því öll nafnorð í lj óðahálknum,
flokkuð um þrjú aðalþemu þess. Onefnd eru aðeins fá orð, sem að-
allega eru notuð í líkingum, og flest má tengja þeim merkingarsvið-
um, sem þegar hafa verið nefnd. Hér er fyrst og fremst um að ræða
hluti, sem maðurinn hefur gert: myndin (1), gulir skór (2), lmoðað
(3), smámyntin (6), gler (7), vegurinn (16), sporin (9), sprengjan
{14<),hjólið (21), möndullinn (21), holspeglarnir (9) og veggurinn
(4, 16).
Rúmlega 250 af tæplega 800 orðum í Ijóðabálknum eru nafnorð,
eða um 32%. Þessi hundraðshluti er hár, en ekki áberandi hár í
Ijóðrænu kvæði. Einkennandi er, að þessi nafnorð eru svo náskyld
innan marka fárra merkingarsviða, og að meirihluti þeirra hefur al-
menna og abstrakta merkingu. Af þessu stafar tákngildi þeirra, og
við endimörk merkingarsviðanna renna táknin saman í eina heild.
II
Merkingarhringirnir og hlutar þeirra tengjast í rökræn sambönd
í setningafræðilegum heildum.
Táknin eru fyrst tengd innan ramma orðsins. Ljóðabálkurinn
geymir mikinn fjölda samsetninga, sem bæði hljóðfallslega og merk-
ingarlega eru mjög þungar á metunum. Meirihluti þeirra eru lýs-
ingarorð. Af nafnorðssamsetningum eru aðeins fáar nýmyndanir,