Skírnir - 01.01.1970, Síða 141
SKÍRNIR
BYGGING OG TÁKN
135
allar í 9. kvæði: hringvötn, svefnhiminn og blysmöskvar. í 16. kvæði
er notuð samsetningin þáfjall úr Hávamálum.
Mikilvægust þeirra setningafræðilegu eininga, sem setningin
er byggð úr, er nafnorðsheildin,3 en kjarnar þeirra eru nafnorðin,
sem fjallað var um í fyrsta þætti þessarar greinar. Einkunnir í nafn-
orðsheildunum eru fyrst og fremst lýsingarorð og eignarfallsmyndir.
Auk nafnorðanna eru lýsingarorðin þýðingarmestu orð Ijóða-
bálksins. Alls eru lýsingarorð og lýsingarhættir notaðir sem lýsing-
arorð rúmlega 100, eða rúmlega 13% af öllum orðaforðanum.
Þessi hundraðshluti er hár eins og hundraðshluti nafnorðanna, en þó
ekki hærri en vænta mátti í Ijóðum af þessu tagi. En af þessum lýs-
ingarorðum eru aðeins 4 sagnfyllingar. Nærri 40% af nafnorðum
ljóðanna eru því tengd einkunnarlýsingarorði.
Sá lýsingarbragur, sem þessi mikli fjöldi af lýsingarorðum ætti
að gefa textanum, verður mun veikari en búast mætti við, vegna
þess að lýsingarorðið stendur oft í abströktum, óeiginlegum tengsl-
um við nafnorðið, og einnig af því að lýsingarorðin safnast að
nokkru leyti í sjálfstæða merkingarhringa eins og nafnorðin. Lýs-
ingarorðin dýpka ekki hina rökrænu og hlutstæðu merkingu nafn-
orðanna, heldur brjóta hana niður og auka hana nýjum víddum,
sem liggja þversum gegnum venjulegan merkingarskyldleika tungu-
málsins og tengja merkingarsviðin á nýjan hátt.
Meirihluti lýsingarorðanna er hlutlægur eins og nafnorðin. Þetta
á fyrst og fremst við litalýsingarorðin°, en þau nema 40% af lýs-
ingarorðaforðanum. Litir kvæðanna einkennast af skýrleika og
hreinleika. Þeir safnast um aðallitina, blár, grænn, gulur og rauður,
auk hvíts og svarts, bara moldbrúnn (16) á ekki heima á litastigan-
um, og aðeins fáum sinnum koma fyrir blandaðir litir: rauðgulur
(3), fjólublár (18) og gráhvítur (16). Litirnir eru sem sé sama al-
menna eðlis og hlutir og hugtök ljóðabálksins. Þeir lýsa ekki raun-
sæilega, heldur halda merkingarlegu sjálfstæði gagnvart nafnorðun-
um.
Köldu litirnir eru ríkjandi. Blár kemur fyrir 13 sinnum í 21
kvæði. Þessi litur er fyrirfram tengdur tákni vatnsins og þar næst
loftinu, enda er hann oftast notaður í þessum samböndum í ljóðun-
um: ísblátt vatnið (18), fjólublátt ský (18), og óhlutlægra í firð-
blátt haf (10) og blátt regn (13). í vœngbláar hálfnœtur (7) og