Skírnir - 01.01.1970, Page 142
136
PREBEN MEULENGRACHT SÖRENSEN
SKÍRNIR
risblár dagur (21) bætir liturinn við tímahugtakið hugartengslum
um vatnið og önnur náttúrufyrirbæri í kvæðunum, og svipað tákn-
rænt gildi hefur liturinn í blátt gras (4) og dimmblár skuggi (18).
Blái liturinn er einnig notaður í sambandi við sjálfið, og má í því
sambandi benda á, að blátt er samkvæmt gamalli hefð litur löngun-
arinnar. Talað er um dimmblátt auga (6) og um bláfextar liugsanir
mínar (12), og vitundarlífið á aðild að þeim abströktu og marg-
slungnu samsetningum, sem blár myndar umfram aðra liti: firðblátt
(10), risblátt (21), tálblátt (15). Aðeins einu sinni er liturinn not-
aður um líkamann. Það er í sambandinu naglblá hönd í 12. kvæði,
sem er mynd dauðans.
Dæmin sýna, hvernig blái liturinn verður sjálfur tákn, eða öllu
fremur - þar sem hann kemur aðeins fyrir sem einkunn - kveikja,
sem lætur táknin sameinast.
Sama á við um hvíta litinn, sem kemur fyrir 11 sinnum. Hann er
tengdur öðrum hlutum en blái liturinn, fyrst og fremst Ijósinu,
hendinni og múrveggnum. Sem litur ljóssins er hann tengdur al-
heimsfyrirbærunum og tímanum. Þannig í samsetningunni sólhvítt
Ijós (15) og í orðunum hvít birta (17) og hvítt Ijós (11). Annars er
þessi litur ekki jafn áþreifanlegur í kvæðunum og blái liturinn.
Snemma verður hann tengdur dauðanum: hið hvíta blóm dauðans
(3), og birtan frá þessari mynd fellur á lýsingarorðið og þau orð,
sem það er tengt, í því, sem eftir er af Ijóðabálknum. I 4. kvæði
segir:
Eg henti steini
í hvítan múrvegg,
og steinninn hló.
Og í 16. kvæði:
Ég sá sólskinið koma gangandi
eftir gráhvítum veginum,
og hugsun mín gekk til móts við sólskinið,
og sólskinið teygði ljósgult höfuð sitt
yfir vatnsbláan vegg.
Með því að taka dæmi af þessu erindi skal stuttlega reynt að sýna
fram á það hlutverk, sem þverlæg tengsl orða og tákna gegna í ljóða-
flokknum. Sólskinið, sem áður (4, 14) hefur komið fram sem hið
ljósa og jákvæða, og sjálfið eru hinir tveir gerendur í erindinu. I
huganum gengur sj álfið til móts við sólskinið, en sólskinið er hinum