Skírnir - 01.01.1970, Side 143
SKÍRNIR
BYGGING OG TÁKN
137
megin við vegginn, og teygir höfuð sitt yfir hann. I raun og veru
gerist ekkert, hvorki sjálfið né sólskinið hreyfist úr stað, þau hittast
ekki. En þessi einfaldi ytri atburður með samræmdri tilraun sj álfsins
og sólskinsins til þess að hittast fær merkingu sína og eðli sumpart
af sjónrænni lýsingu, sumpart af margræðni samsettra litlýsingai-
orða. Vegurinn, sem má vera mynd af lífinu, er gráhvítur, en þessi
litur felur í sér bæði tómlæti og eitthvað neikvætt og hryggilegt, og
frá ofangreindri mynd í 3. kvæði hefur hann í sér birtu dauðans.
Vegur lífsins er bundinn dauðanum, gagnstætt ódauðleikatákni sól-
arinnar. Og þetta tvennt verður ekki sameinað. Veggurinn táknar í
í kvæðunum eitthvað, sem er lokað eða óvinnandi. Hann er hér
vatnsblár og tengist þannig bæði vatnstákninu og merkingarinntaki
bláa litarins að öðru leyti, til dæmis hugartengslum um löngun og
fjarlægð. Vatnsblái veggurinn er í ætt við myndirnar af hafinu, sem
einnig táknar það, sem aðskilur, t. d. í 10. kvæði. - Þessari túlkun,
sem aðeins er ein af mörgum hugsanlegum, má halda áfram eftir
leiðum tákntengslanna, þangað til hún nær yfir allan Ijóðabálkinn,
og hún verður því, jafn margræð og ljóðin, ef henni er haldið til
streitu.
í 6. kvæði er notað sambandið hvít hönd, og með því er einnig
höndin tengd dauðanum, sem verður nálægur í öðrum kvæðum, þar
sem höndin er mynd af sjálfinu, og kannski sérstaklega af sjálfinu
sem (oftast óvirkum) geranda.
Greinilegust eru tengslin í 12. kvæði:
Eins og naglblá hönd
rís hin neikvæða játun
upp úr nálægð fjarlægðarinnar.
og í 16. kvæði:
Eg sá myrkrið fljúga
eins og málmgerðan fugl
út úr moldbrúnum höndum mínum.
En hugartengslin liggja líka beint við í 14. kvæði. Þar segir með
mynd, sem minnir á steinkast sjálfsins á hvíta múrvegginn í 2.
kvæði:
Eins og margvængjaður fugl
flýgur hönd mín á brott
inn í fjallið.