Skírnir - 01.01.1970, Page 144
138 PREBEN MEULENGRACHT SÖRENSEN SKÍRNIR
Og hönd raín sökkur
eins og sprengja
djúpt inn í fjallið
og sprengir fjallið.
Það net hugartengsla, sem hér hefur verið drepið lítillega á,
hreiðist áfram út frá þessum stöðum, sem vitnað hefur verið til.
Alls staðar fá myndir ljóðanna blæ hver af annarri, og þær fá aðild
að tákngildi hver annarrar.
Heitu litirnir mynda ekki í sama mæli og blár og hvítur möndla
gegnum ljóðabálkinn allan. Hins vegar spanna þeir yfir f j ölbreyttari
stiga með þungamiðju í rauðu og gulu. Þeir mynda sem sé ekki í
jafn miklum mæli hugartengslakerfi, og flestir þeirra eru þess vegna
hlutlægari að eðli. Þeir eru fjarri frjóu táknfélagi hinna þriggja
aðalþema, en auka því meir á sjónrænan auð náttúrumyndarinnar.
Guli liturinn er notaður um rafið í grunnsævinu (5), um sólina,
sem teygir Ijósgult höfuð sitt (16) og gengur á gulum skóm (2). I
3. kvæði er talað um hið rauðgula hnoða. Fiskarnir eru dumbrauðir
(18), og sandurinn er eirlitur (4) og síðar, í 14. kvæði, grœnn -
eini staðurinn, sem þessum lit bregður fyrir. Talað er um rautt Ijós
(8) og rauðansjó (20).
Þessir litir lýsa sjónrænt, þó stundum ónatúralistiskt. Fjölþætt er
ryðbrunnið myrkur (20), og þversagnarkennt er litunum beitt í 5.
erindi 16. kvæðis:
Meðan gljásvart myrkrið
flaug gullnum vængjum
í gegnum sólskinið.
Þessi tegund þversagnarkenndra samsetninga er einkennandi fyrir
ýmis ljóðanna, enda eru þær eðlileg afleiðing hins djarflega sam-
runa ósamrýmanlegra stefja í lj óðaflokknum. Myrkrið og sólskinið
eru andstæður, sem útiloka hvor aðra, en báðar tákna þær í Ijóð-
unum skilyrði mannlegs lífs; í krafti setningafræðilegrar byggingar,
með hreyfingu og rúmkennd myndarinnar, verður þversögnin sjón-
ræn og merkingarrík. Táknin renna saman í eitt tákn.
Það eru fyrst og fremst litirnir, sem setja svip á ytri heim kvæð-
anna. Hann er skynjaður sjónrænt, án ilms eða bragðs og án ann-
ars hljóðs en þyts vinds og vængja. En litirnir eiga um leið veruleg-