Skírnir - 01.01.1970, Qupperneq 145
SKÍRNIR
BYGGING OG TAKN
139
an þátt í þeim óhlutstæða veruleika, sem birtist undir yfirborðinu.
Manni verður hugsað til þeirra orða, sem Steinn notaði um málverk
Þorvalds Skúlasonar,7 sem Tíminn og vatnið mun vera í ætt við:
Og þó er það kannski ekki veruleikinn, heldur persónuleiki höfundarins,
sem hefur tekið sér bústað í myndinni. Manni finnst maður aldrei fyrr hafa
komizt svona nálægt hlutunum. Það, sem upprunalega blasti við auganu, er
þurrkað út, og eitthvað nýtt komið í staðinn. Kjarni hlutanna, hrynjandi hlut-
anna.
Onnur lýsingarorð, um 60 alls, mynda ekki sjálfstæð merkingar-
kerfi, í jafnmiklum mæli og litirnir, en eins og þeir eru þau í senn
lýsandi og táknandi. Náttúrunni er lýst með orðasamböndum eins
og grannvaxin kona (2), flýjandi djúpfiski (9), hinn óvœða ós (8)
o. s. frv. Um leið eykst — sérstaklega með samsettu lýsingarorðun-
um - tengslafjöldinn: sólvœngjuð hringvötn (9), hinir blávængj-
uðu dagar (13), hinir síðhœrðu dagar (15), mín dökkbrýnda gleði
(5).
I þessum samsetningum hefur fyrri liðurinn, sem lýsir oft lit eða
öðru sjónrænu, raunhæft gildi, en síðari liðurinn, sem er venjulega
nafnorðsstofn, myndar táknræna vídd. Orðasambönd eins og málm-
gerður fugl (16) og málmkynjuð hjól (21) eru merkingarmeiri en
samsvarandi samsetningar eins og „málmfugl“ og „málmhjól“, ef
til vill vegna þess að sagnorðsinntak lýsingarorðanna (gerður, kynj-
uð) knýr fram hreyfingu milli nafnorðanna tveggja í orðasambönd-
unum.
Eins og menn sjá, tengjast í þessum samböndum sífellt hin þrjú
aðalþemu ljóðaflokksins, og sama á við um sambönd ósamsetts lýs-
ingarorðs og nafnorðs. Til dæmis tengist í rökkvuð sál mín (8) og
syfjuð vötn (7) tímarás kvæðanna, sem líður í áttina að kvöldi og
nótt, við sj álfið og vatnið, og einmitt vegna þess að lýsingarorðun-
um er ekki beitt rökrænt - eins og í „syfjuð sál mín“ og „rökkvuð
vötn“ - er táknunum haldið opnum.
Eignarfallsmyndirnar gegna hlutfallslega jafn miklu hlutverki og
lýsingarorðin í uppbyggingu kvæðanna. 31 nafnorð, eða 12% af
öllum nafnorðum, eru tengd öðru nafnorði sem eignarfallseinkunn.
Vitanlega eru eignarfallsmyndirnar ekki eins mikilvægar og lýsing-
arorðin fyrir sjóngildi Ijóðanna, en því mikilvægari fyrir samruna