Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 146
140 PREBEN MEULENGRACHT SÖRENSEN SKÍRNIR
táknanna. Ásamt samsetningunum mynda þær myndhvörf ljóðanna.
Og í eignarfallssamböndum, samsetningum og líkingum eru beinust
tengsl milli nafnorðanna og um leið milli táknanna.
Flest eignarfallssambönd auka á raunveruleika lýsingarinnar. Ab-
strökt hugmynd tengist í eignarfalli hlutstæðu fyrirbæri, sem verð-
ur þannig mynd af hinu abstrakta. Á þennan hátt styðja sem sagt
eignarfallsmyndirnar að þeim hlutstæða og sjónræna veruleika, sem
einkennir ljóðabálkinn, en vegna órökræns eðlis orðasambandanna
eiga þær um leið mikinn þátt í því að breikka bilið milli þessa veru-
leika og hins natúralistiska.
Abströktu eignarfallsmyndirnar eru flestar tengdar tímahugmynd-
inni og sjálfinu. Hins vegar eru hinir hlutstæðu kjarnar í eignarfalls-
samböndxmum aðallega sóttir í náttúruheim ljóðanna. Þannig er
tíminn hlutkenndur í orðasamböndum eins og þáfjall tímans (16),
tunglskin hverfleikans (11), límkenndur vökvi verðandinnar (11),
runnur hins liðna (8), blórn dauðans (3), bakdyr eilífðarinnar (21)
og hálfluktu augu eilífðarinnar (21). Tjáning vitundarlífs verður
myndræn í hvolfþak hamingju minnar (11), kvöldsnjór efans (9),
holspeglar fjórvíðra drauma (9), ímynduð birta míns ullhvíta
draums (9) og - með tvöföldu eignarfalli - hvít Ijós hinnar fjar-
lœgu sorgar fljótsins (11). Neindin sjálf verður skynjanleg: flýj-
andi djúpfiski hlaðið glæru Ijósi einskis (9), þungur samhljómur
einskis og alls (16).
Stundum tengjast hlutstæð hugtök hvort öðru, en aðeins á einum
stað - þytur óséðra vængja (8) - er rökrænt og skynjanlegt sam-
band milli tveggja nafnorða. Hin dæmin eru að meira eða minna
leyti abstrakt. Eignarfallssambandið kemur í staðinn fyrir venjulegt
hlutkennt samband lýsingarorðs og nafnorðs í myrkur auga míns
(11; sbr. t. d. „myrkt auga mitt“) og mýkt vatnsins (21; sbr.
„mjúkt vatnið“). Óskyld hugtök tengjast myndrænt í blóðþyrstar
varir hins brennandi efnis (3), kaldur eldur kvöldsins (11), auga
fljótsins (12), þakskegg mánans (7), möndull Ijóssins (21).
Á fáeinum stöðum eru tvö abströkt hugtök tengd saman: hugans
neind (13), mótspyrnu tímans (21). Þversögnin nálægð fjarlœgðar-
innar (12) er ein tilraun ljóðanna til að sigra tíma og rúm.
Algengt er, að þau nafnorð, sem mynda eignarfallssambönd, séu
tengd lýsingarorðum, oft samsettum, og með þessum hætti verður