Skírnir - 01.01.1970, Side 147
SKÍRNIR
BYGGING OG TAKN
141
heilum flokk tákna komið saman í eina nafnorðsheild, sem myndar
þannig táknkerfi með mjög víðtæku tengslaneti. I samböndunum
blátt regn hinna blœvœngjuðu daga (13) og í sólhvítu Ijósi hinna
síðhœrðu daga (15) eru eignarfallssamböndin í sjálfum sér hvers-
dagsleg: „regn daganna“ og „ljós daganna“, en vegna lýsingarorð-
anna lyftast myndirnar upp í fjölbreyttari og dýpri merkingarheim.
Onnur tegund ákvæðisliða í nafnorðsheildum er tilvísunarsetn-
ingin. Þær eru ekki nærri eins tíðar og lýsingarorð og eignarfalls-
myndir og eiga (að undanteknum tveimur í 1. og 13. kvæði) allar
heima í setningarígildum (nóminalsetningum), þrjár í 4. kvæði og
ein í 5. kvæði. Bygging þeirra er svipuð byggingu aðalsetningar-
innar.
Þrisvar eru sagnorð í lýsingarhætti þátíðar tengiliðir nafnorðs-
heilda. Tjáningin verður öflugri en í samsvarandi tilvísunarsetn-
ingum, t. d. í 2. og 3. erindi í 9. kvæði:
Flýjandi djúpfiski
hlaöið' glæru ljósi
einskis.
Sólvængjuð hringvötn
búin holspeglum
fjórvíðra drauma.
Þessi sambönd eru náskyld forsetningarsamböndum (t. d. með
með eða úr), en lýsingarhættirnir gera þau merkingarmeiri og
magnaðri, án þess að tíðarinntak sagnorðanna sé bendlað við þau.
Atviksliðir ljóðabálksins eru nærri allir nafnorðsheildir, fyrst og
fremst forsetningarsambönd og samtengingarsambönd með eins og,
en auk þess hafa fáeinar þágufallsmyndir atvikslegt gildi (3, 7, 16).
Atviksorð eru mjög sjaldgæf, og atviksorð, sem merkja neitun,
játun, efa, líkur og því um líkt (t. d. ekki, aldrei, aðeins, varla,
kannski, líklega) koma hvergi fyrir sem setningarliðir.
Aðalhlutverk forsetninganna og tengingarinnar eins og er hið
sama og sagnorðanna, að tengja nafnorðsheildir.
Ljóðabálkurinn er byggður úr u. þ. b. 210 nafnorðsheildum (og
eru þá taldir með liðir, sem innihalda nafnorðið eitt, en ekki liðir,