Skírnir - 01.01.1970, Page 148
142
PREBEN MEULENGRACHT SORENSEN
SKÍRNIR
sem hafa fornafn að kjarna). Af þeim eru tæplega 75 nafnliðir (þ. e.
a. s. frumlög og andlög), 22 mynda setningarígildi, en afgangurinn
gegnir hlutverki atviksliða, annaðhvort í setningum eða í öðrum
setningarfræðilegum heildum. Af þessum atviksliðum eru rúmlega
60 forsetningarsambönd, 32 samtengingarsambönd með eins og og 3
þágufallsmyndir.
Einkennandi er fyrir forsetningarsamböndin, að þau eru sjálf-
stæðir atviksliðir í setningunum, en ekki ákvæðisliðir í öðrum nafn-
orðsheildum; sem sé ekki tengd t. d. andlagi eða frumlagi, heldur
sögninni, jafnhliða þeim. Með þessu móti verða þau jafn sjálfstæð
og áherzlumikil og nafnliðirnir í setningunni og vísuorðinu, en
þetta er, eins og síðar skal sýnt fram á, mjög mikilvægt atriði í
byggingu erindisins. Þetta sjálfstæði setningarliða á enn frekar við
um samtengingasamböndin með eins og.
Með þessari byggingu ljóðanna, sem er eins og net nafnorðs-
heilda, verða forsetningarnar og tengingarnar næstum því eins mikil-
vægar og sagnorðin sem tengiafl í setningunni. Aðeins hluti af tengi-
möguleikum sagnorðanna er nýttur. Langtum flest sagnorð eru
áhrifslaus, og á þetta rætur sínar að rekja til frumstemningar ljóð-
anna, þar sem sambandið gerandi-þolandi eða orsakarsambandið
eiga ekki heima. Veröld ljóðabálksins hreyfist af tregðu sjálfrar sín,
náttúrubundin og án utanaðkomandi áhrifa eins og regnið, sem
fellur, og vatnið, sem rennur. Sjálfið gegnir engu verulegu hlutverki
sem virkur gerandi. Það er fyrst og fremst þáttur í hinni náttúru-
bundnu veröld og háð lögmálum hennar. Sagnorð kvæðanna mála
ekki, meta ekki. Venjulega tjá þau aðeins hreina hreyfingu, verknað,
breytingu eða ástand.
Áhrifslausu sagnorðin eru þessi: fljúga, vaxa, falla, koma, fara,
berast, hverfast, hverfa, rísa, sökkva, ganga, tolla, hlœja, sofa, búa,
rigna, glitra, þjóta, vera, brotna, breytast, deyja, standa og speglast.
Áhrifssagnir eru fyrst og fremst tengdar sjálfinu og þúinu. í sam-
ræmi við sjónrænt eðli ljóðabálksins eru af skynsagnorðum aðeins
notuð sjá (4 sinnum) og í síðasta kvæði finna og horfa. Hinar
áhrifssagnirnar eru: fylgja, rista, ná, týna, sprengja, láta, henda,
teygja, bera og búa. Þær koma aðeins fyrir einu sinni hver.