Skírnir - 01.01.1970, Síða 149
SKÍRNIR
BYGGING OG TÁKN
143
Engin samsett eða afleidd sögn er notuð. Sagnorð ljóðabálksins
hafa öll almenna og óafmarkaða merkingu eins og flest nafnorð-
anna og mörg lýsingarorðanna. Flest þeirra og sérstaklega þau, sem
oftast koma fyrir í Ijóðaflokknum - renna, fljúga, falla, koma, sofa
og vera - eru meðal algengustu sagnorða tungunnar. Þau eru merk-
ingarlega náskyld nafnorðunum, en eins og lýsingarorð og aðrir
ákvæðisliðir eru þau aðallega notuð „órökrænt“, þvert á venjulega
notkun þeirra: sólin gengur (2, 16), steinninn hlær (4), sorgin
glitrar (5), hálfnæturnar sofa (7), þögnin rennur (20), orðin
falla (18), myrkrið, röddin og vatnið fljúga (16, 8, 3) o. s. frv.
Þannig verða einnig sagnorðin myndhverf, og setningin, sem er
byggð úr táknhringum nafnorðsheildanna með sagnorð, forsetning-
ar og tengingar á milli, verður nýtt og enn margslungnara tákn.
III
Tíminn og vatnið er samsett úr 97 málsgreinum og málsgreinar-
ígildum. Af þeim eru 69 aðalsetningar (en sumar þeirra geyma
aukasetningar), og 22 eru setningarígildi (nóminalsetningar). 5 eru
aukasetningar, sem hljóðfallslega (og á prenti) skera sig úr sem
sjálfstæðar, þó að þær séu frá setningafræðilegu sjónarmiði liðir
í aðalsetningum. Málsgreinarígildið, sem eftir er, er orðið nei í 14.
kvæði.
Þessar 97 málsgreinar og málsgreinarígildi mynda 77 erindi.
Flest erindin eru gerð úr einni málsgrein eða málsgreinarígildi, og
engin af þessum setningafræðilegu heildum nær út yfir eitt erindi.
Aðalsetningar ljóðanna eru venjulega gerðar úr frumlagi, sögn
og einum eða fleiri atviksliðum. Þannig er 41 setning gerð. Þar
sem áhrifslaus sagnorð eru í meirihluta, kemur ekki á óvart, að
aðeins 16 setningar hafa andlag, en 7 af þessum andlögum eru þol-
föll með nafnhætti. Flestar þessara 16 setninga hafa, eins og áður-
nefndar 41, atviksliði.
Auk þessarar tiltölulega þungu setningartegundar með atvikslið-
um eru einnig notaðar nokkrar léttar setningar, sem koma þó aðeins
fyrir í fáum kvæðum. Fjórar setningar - þrjár þeirra í 6. kvæði
- eru gerðar eingöngu úr frumlagi, sögninni vera og sagnfyllingu.