Skírnir - 01.01.1970, Page 150
144
PREBEN MEULENGRACHT SÖRENSEN
SKÍRNIR
Sex setningar hafa aðeins frumlag og sögn, og fimm þeirra - allar
í 7. kvæði - hafa sögnina fremst.
Allar hinar setningarnar hafa frumlag eða atvikslið fremst eins
og venjulegt er í óbreyttu máli. Engin setning hefur samsetta um-
sögn.
Af þessu má sjá, að setningar ljóðanna einkennast af mjög ein-
faldri byggingu og sérstaklega af þeirri áherzlu, sem er lögð á nafn-
orðsheildirnar, þ. e. a. s. nafnliðina og atviksliðina. Þar eð það eru
nafnorðsheildirnar, sem bera táknin, og þar sem nafnliðir og at-
viksliðir eru venjulega umfangsmiklir, samsettir úr tveimur orð-
rnn eða fleiri, verða það í fyrsta lagi innbyrðis staða þeirra og
tengsl, sem ráða hljóðfallsmyndum setningarinnar og erindisins,
og náið samhengi verður milli braghátta kvæðanna annars vegar
og tengslamynzturs táknanna hins vegar.
Oftast verða vísuorðaskipti í erindinu milli tveggja setningarliða
eða milli helminga tvískipts setningarliðar, og þungu liðirnir úr
fleiri orðum mynda því hver um sig eitt vísuorð í erindinu. Venju-
lega eru tveir bragliðir í vísuorði, stimdmn þrír.
Með þessum hætti er venjulegt erindi með þremur vísuorðum
byggt, og tilbrigðin verða fyrst og fremst með breytilegri stöðu
hinna umfangsmiklu nafnorðsheilda.8 Sem dæmi má nefna 10.
kvæði, en þar eru fyrstu tvö vísuorðin í fyrsta erindi gerð úr tveim-
ur forsetningarsamböndum, sem saman mynda atvikslið, fremsta
lið setningarinnar. Þá kemur í 3. vísuorði það, sem eftir er af setn-
ingunni:
Frá vitund minni
til vara þinna
er veglaust haf.
í 2. erindi stendur stofn setningarinnar í 1. vísuorði, og 2. og 3.
vísuorð eru mynduð úr atviksliðum, þ. e. forsetningarsambandi og
aukasetningu.
En draumur minn glóði
í dulkvikri báru
meðan djúpið svaf.
Setningafræðilega er 2. erindi spegilmynd af 1. erindi, og 3. er-
indi myndar þriðja hugsanlega tilbrigðið af þessari þrískiptu setn-