Skírnir - 01.01.1970, Page 151
SKÍRNIR
BYGGING OG TÁKN
145
ingartegund. Hér er stofn setningarinnar í miðvísuoröinu, og þungu
liðirnir - hér frumlag og atviksliður - mynda 1. og 3. vísuorð:
Og falin sorg mín
nær fundi þínum
eins og firðblátt haf.
Annað tilbrigði verður til í hljóðfallinu, en stuðlar og rím halda
uppi rammaformi erindanna. í þessu kvæði er 1. erindi gert úr rétt-
um tvíliðum, en í 2. erindi hefur hvert vísuorð einu áherzlulausu
atkvæði meira. Tvö fyrstu vísuorðin byrja á áherzlulausu atkvæði,
og síðan kemur þríliður og tvíliður, en með því skapast ný hreyfing,
sem fær merkingarinntak sitt frá sögninni glóði og forsetningarliðn-
um í dulkvikri báru. I 3. vísuorði gera tvö áherzlulaus atkvæði á
undan Ijóðstafnum hljóðfallið hægt og dveljandi í samræmi við
merkingarbreytinguna. í 3. erindi eru 1. og 2. vísuorð eins og í 1.
erindi, en 3. vísuorð hefur sömu rólegu hreyfinguna og samsvarandi
vísuorð í 2. erindi.
Merkingarlega myndar kvæðið tilbrigði um þrjú þemu, ég, þú
og hafið, og hafið er með þverstæðukenndum hætti það, sem í senn
skilur og tengir. Sjálfið er aðeins til sem vitund, draumur og sorg,
og fyrir þessi þrjú hugtök breytist blær ljóðsins. Tíminn hefur ekk-
ert tákn í ljóðinu (nema menn vilji skilja hafið þannig), en hann
kemur fram í andstæðunni milli fortíðar miðerindisins og nútíðar
hinna erindanna. Þessari andstæðu samsvara hljóðfallsbreytingar
Ijóðsins, og hún skýrir hið þversagnarkennda stef skilnaðar og
fundar í 3. erindi.
Setningafræðilega, hljóðfallslega og merkingarlega myndar þetta
ljóð tilbrigði um hringlaga yrkisefni. Því lýkur, þar sem það byrj-
aði, en þó með annarri stöðu í lokin en í upphafi. í raun og veru
er hér innan heildar ljóðsins um að ræða endurtekningu á þeirri
byggingarmeginreglu, sem er undirstaðan að tengslum táknanna í
aðalþemu og samböndum orðanna í nafnorðsheildum og setningum.
Þessi meginregla er að sýna þema í sífelldum tilbrigðum, skapa
margbreytileika í hinu einfalda, opna alheim í lokuðum hring.
Og þessi byggingarregla heldur einnig ljóðaflokknum saman sem
heild úr erindum og kvæðum. 10. kvæði myndar ásamt kvæðunum
1, 5, 6, 8, 13, 15, 17, 19 og 20 flokk reglubundinna kvæða, sem
10