Skírnir - 01.01.1970, Page 152
146
PREBEN MEULENGRACHT SÖRENSEN
SKÍRNIR
bragfræðilega eru aðalstofn ljóðabálksins. Þau eru samsett úr
þremur erindum með þremur vísuorðum hvert, og í öllum má finna
hljóðfallshreyfingu, setningafræðileg tilbrigði og yrkisefni af svip-
uðu tagi og í áðurnefndu kvæði.
Hin 11 kvæðin má líta á sem tilbrigði þessa forms. Flest erindin
í þessum kvæðinn hafa þrjú vísuorð, og næstum því öll hin má
leiða af frumforminu. Fjöldi erindanna í óreglulegu kvæðunum er
misjafn.
Kvæðin 3 og 12 eru samsett úr fjórum erindum, sem hvert hefur
þrjú vísuorð. Peter Carleton kallar þetta form ferhyrnt, gagnstætt
kvæðinu með þremur erindum, sem hann kallar hringlaga.9 Það
ferhyrnda kemur einnig fram í því, að hér eru erindin ekki byggð
sem tilbrigði af sama þema, heldur lýsa þau andstöðukenndri rás.
I 1. erindi 3. kvæðis er ort um vatnið:
Gagnsæjum vængjum
flýgur vatnið til baka
gegn viðnámi sínu.
I 2. erindi er myndin af hinu rauðgula hnoða:
Hið rauðgula hnoða,
sem rennur á undan mér,
fylgir engri átt.
Þessa mynd má tengja við sólina gulu í kvæðinu á undan, sem er
tákn tímans og lífsins, og hún minnir ef til vill einnig á lífsþráð
manna, sem nornir spinna; en í raun réttri er þessi mynd úr þjóð-
sögunum, þar sem hnoða eða leiðarhnoða, sem rennur á tmdan
manni, vísar honum til ákveðins staðar, þar sem hamingja hans er
fólgin. En hér fylgir hnoðað engri átt. í 3. erindi bregður nýju
þema fyrir, en í 4. erindi er tilbrigði af 3.:
Handan blóðþyrstra vara
hins brennandi efnis
vex blóm dauðans.
A hornréttum fleti
milli hringsins og keilunnar
vex hiS hvíta blóm dauSans.