Skírnir - 01.01.1970, Síða 154
148 PREBEN MEULENGRACHT SÖRENSEN SKÍRNIR
Svipaðar andstæður hreyfingar og kyrrstöðu, fortíðar og nútíðar,
tíma og eilífðar eða nálægðar og fjarlægðar eru algengar í hinum
abstrakta og stílfærða heimi kvæðanna. Stundum er um að ræða
eins konar rof milli tveggja hluta kvæðisins, bratta hljóðfalls- og
stemningarbreytingu. Þannig í 4. og 14. kvæði.
í 4. kvæði hefur fyrra erindi fimm vísuorð, sem eru stuðluð
saman tvö og þrjú. En eins og erindi með þremur vísuorðum hygg-
ist það á þremur hlutum, þó ekki í einni setningu, heldur nafnorð-
um með tilvísunarsetningum. Tveir fyrstu hlutarnir eru langir og
rólegir, og skiptist hvor niður í tvö vísuorð. í hinum þriðja verða
umskipti. Hann er stuttur og harður, aðeins þrjú atkvæði í einu
vísuorði:
Alda, sem brotnar
á eirlitum sandi.
Blær, sem þýtur
í bláu grasi.
Blóm, sem dó.
Síðasta vísuorðið myndar á fleiri vegu andstæðu við hin. Það er
í þátíð, stemningin er dimmari, og það tjáir eitthvað, sem er lokið
og endanlegt, gagnstætt streymandi cg endurteknum hreyfingum
vindsins og brimsins. í 2. erindi sameinast þessi tvöfaldi náttúru-
hljómur í myndinni af hinu virka sjálfi:
Ég henti steini
í hvítan múrvegg
og steinninn hló.
Þetta erindi hefur form terzínunnar, en er þó afbrigði af frumform-
inu, þar sem það er gert úr tveimur setningum í stað einnar. Þess-
ar tvær setningar eru ennfremur óvenjulega einfaldar, þar sem allir
liðir nema einn eru aðeins eitt orð hver. Hljóðfallið er svipað og í
síðasta vísuorði fyrsta erindis. Stuðlasetningin er óvenjuleg.
Þegar í þessu ósamræmi felst þá vísir að skilningi, en nauðsyn-
legt er einnig að rekja tengsl myndanna við aðrar myndir í öðrum
kvæðum, t. d. myndina af hendinni, sem sprengir fjallið (14), sam-
band hvíta litarins við dauðann og ljósið, vegginn í 16. kvæði o. s.
frv. Rásin í síðara erindinu er mögnuð endurtekning af hinu fyrra,