Skírnir - 01.01.1970, Side 156
150 PREBEN MEULENGRACHT SÖRENSEN SKÍRNIR
konar jafnaðarmerki, fimm fyrstu erindin verða þá ein skýring eða
útfærsla á sama yrkisefni, sem þess vegna felur í sér mjög víðtækt
tengslanet. Þetta samsetta tákn er endurtekið í lokaerindinu með
myndinni svefnhiminn lagður blysmöskvum, sem er mynd af netinu
í 1. erindi um leið og það lýsir í senn næturhimninum og hugar-
ástandi. Nafnhátturinn að veiða breytist í germyndina veiðir, og
guð verður virkt afl í kvæðinu.
Hér hefur ekki verið reynt að túlka, ekki sýnt fram á hvað kvæð-
in kunni að merkja. Tilgangurinn hefur aðeins verið að benda á
nokkur tæknileg atriði. Tilraun til þess að skipa efni kvæðanna nið-
ur í rökrænar skýringar, getur aðeins orðið veikt endurskin þess,
sem kvæðin eru. Ef til vill lokar túlkun kvæðunum fremur en að hún
opni þau, vegna þess að ógerningur er að taka með aUar víddir
hvers kvæðis, blæbrigðaauð yrkisefnisins, sem speglar enn meiri
táknafjölda í hinum kvæðimum. Þessi kvæði eru marghliða, og túlk-
im lítur aðeins á þau frá einu sjónarmiði af mörgum hugsanlegum
og hættir þess vegna til að skyggja á hin.
IV
I stuttu máli:
Við nafnorðin, sem eru undirstaða í táknheimi Tímans og vatns-
ins, er í miklum mæli aukið einkunnum og öðrum ákvæðisliðum, í
fyrsta lagi lýsingarorðum og eignarfallsmyndum. Þessir liðir eru
tengdir í sólkerfi úr samstæðum, sem merkingarlega safnast um
megintáknin þrjú og byggja upp kvæðið setningafræðilega og brag-
fræðilega.
Bygging setninganna er einföld með fáiun tegundum liða og
venjulegri orðaröð. Nafnorðsheildirnar eru ríkjandi, og sagnorðin,
forsetningarnar og samtengingin eins og binda þau saman.
Setningin og liðir hennar eru uppistaða hinnar bragfræðilegu
uppbyggingar. Frumform erindisins er eins konar stuðluð terzína,
en í henni fylla hinar þungu nafnorðsheildir venjulega eitt vísuorð.
Þannig fær hvert tákn eða táknasamstæða oft eitt vísuorð í sinn hlut,
og mynztur erindisins skiptir yrkisefni kvæðanna miklu máli.
Ljóðabálkurinn er byggður úr tveimur tengslanetum, annað merk-
ingarlegs eðlis og hitt setningafræðilegs, og hið síðara er tvinnað