Skírnir - 01.01.1970, Page 157
SKÍRNIR
BYGGING OG TAKN
151
saman við bragmynztrið. Hnútar í báðum þessum netum eru fall-
orSin, sér í lagi nafnorSin. MeginatriSi er, aS þessi tvö net eru ekki
samhverf, þau falla ekki saman, heldur ganga á misvíxl meS þeim
hætti, aS merkingartengslin í náttúru- og hugtakaheimi ljóSabálks-
ins víkka og margfaldast meS hinum setningafræSilegu samstæSum.
Milli þessara tveggja tengslaneta verSur til óendanleiki táknanna
og algildi ljóSaflokksins.
í 9. kvæSi hins mikla söguljóSs Aniara eftir Harry Martinson
segir um miman, sem er glötuSum farþegum geimskipsins huggun
og dægradvöl:
Det finns hos miman vissa drag
som kommit med i den och verkar dar
i banor av en sádan art
att manniskans tanke aldrig vandrat dem.
Uppfinnaren var sjalv fullstandigt slagen
den dag han fann att halften av den mima
han funnit upp lág bortom analysen.
Att hálften funnits upp av miman sjálv.
Tíminn og vatnið er slík míma.
1 Fjallað er um síðari gerð ljóðaflokksins með 21 kvæði, eins og hann er
prentaður í Ferð án fyrirheits. LjóS 1934-54. (Reykjavík 1956).
2 Nýtt Helgafell, 1958.
3 Eða tónlistarinnar. Sbr. lög Fjölnis Stefánssonar við kvæðin.
4 Sbr. Peter Carleton „Tíminn og vatnið“ í nýju Ijósi, Tímarit Máls og menn-
ingar, 2. hefti 1964, bls. 190.
5 Nafnorðsheild er hér notað um setningafræðilegar heildir, sem hafa nafn-
orð sem yfirskipaðan lið (kjarna). Undirskipaðir liðir eru kallaðir ákvœðis-
liðir, en þeir eru t. d. lýsingarorð, eignarfallsmyndir og tilvísunarsetningar.
Heitið einkunn er hér notað um lýsingarorð og eignarfallsmyndir, sem eru
ákvæðisliðir. I setningunni er talað um nafnliði og atviksliði. Najnliður er
setningarliður, sem gegnir sama hlutverki og nafnorð í setningunni. Atviks-
liður er setningarliður, sem gegnir hlutverki atviksorðs.