Skírnir - 01.01.1970, Síða 159
EYSTEINN SIGURÐSSON
Notkun einstakra orðflokka
í íslenzkum skáldskap
Nokkrar úrtaksath uganir
I
Það er alkunnugt, að á undanförnum áratugum hafa orðið veruleg-
ar breytingar á viðhorfum fræðimanna til rannsóknaraðferða við
könnun á bókmenntum og bókmenntasögu. Ymsir merkir erlendir
bókmenntakönnuðir og vísindamenn hafa lagt fram veigamikinn
skerf til nýrra sjónarmiða á þessu sviði, t. d. þeir T. S. Eliot, I. A.
Richards, R. Wellek og A. Warren o.fl., auk þess sem ýmsar tíma-
og staðbundnar stefnur, svo sem rússneski formalisminn og nýkrít-
íkin hafa einnig haft sín áhrif til að breyta starfsaðferðum á þessu
sviði. Má í stuttu máli segja það um stefnumörk þeirra manna, sem
hér voru taldir, að þeir hafi reynt að færa vinnuaðferðir bókmennta-
könnunarinnar frá ýmsum utanaðkomandi atriðum, svo sem æviat-
riðum höfunda, áhrifum á þá og fyrirmyndum þeirra við skáldskap
sinn, og yfir til hlutlægrar rannsóknar á verkunum sjálfum, og þá
einkum á einstökum eðlisþáttum þeirra, t.d. hrynjandi, rími, mynda-
notkun, persónusköpun, söguþræði o.s.frv.
Fyrir tilverknað þessara brautryðjenda og annarra, sem fylgt hafa
í fótspor þeirra, er nú svo komið, að meira eða minna persónu-
bundnar vangaveltur um skáldskap eiga naumast upp á pallborðið
lengur hjá vandfýsnustu lesendum úti í hinum stóra heimi. Hins veg-
ar þykir ýmsum, sem hér eiga hlut að máli, sá galli vera enn þá á
hinum nýrri vinnubrögðum á þessu sviði, að of mikið sé enn komið
undir hinu persónulega mati þess, sem um fjallar, og ekki hafi enn
tekizt að ná nægilega nákvæmum vinnuaðferðum til að jafnan sé
unnt að leggja fram ákveðnar staðreyndir og draga af þeim álykt-
anir, sem verði í stórum dráttum eins, hver svo sem einstaklingurinn
sé, sem um fjalli.
Til hins merkara, sem á undanförnum árum hefur ált sér stað í