Skírnir - 01.01.1970, Síða 160
154
EYSTEINN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
leitinni að lausn á þessum vanda, má telj a útgáfu þýzkrar bókar, sem
nefnist Mathematik und Dichtung1 og geymir innan spjalda sinna
fjölda ritgerða eftir ýmsa fræðimenn á óskyldum sviðum. Rit þetta
hefur sá, er hér ritar, þegar kynnt nokkuð í öðru sambandi,2 svo að
ekki er ástæða til að rekja neitt af efni þess hér, en ritgerðunum er
það sameiginlegt, að þar er leitazt við að ná sem mestri nákvæmni
í söfnun og úrvinnslu gagna, þ.e. teknir eru til athugunar einstakir
þættir verkanna, einkanlega tíðni og notkun vissra mállegra fyrir-
bæra innan þeirra, og reynt er að draga bókmenntafræðilegar álykt-
anir af þeim með hjálp stærðfræðinnar eða tölfræðinnar. Hér á
landi þekkjum við vinnuaðferðir af þessari tegund naumast nema úr
ritum Peters Hallbergs, sem hefur eins og kunnugt er beitt þeim í
leit sinni að höfundum íslendingasagna, og frá hendi sama höfundar
hefur auk þess fyrir stuttu birzt almenn greinargerð um notkun töl-
fræðinnar í þágu bókmenntatúlkunarinnar,3 þar sem tekin eru
dæmi til skýringar úr sænskum bókmenntum síðari alda.
Af framangreindum ritum virðist auðsætt, að meðal nokkurs hóps
erlendra bókmenntafræðinga sé komin upp hreyfing í þá átt að
reyna að ná aukinni nákvæmni í vinnuhrögðum fræðigreinarinnar
eftir leiðum eins og þeim, sem getið var, þótt tæplega sé, ennþá
a.m.k., unnt að tala um sérstaka stefnu í því sambandi, t.d. sambæri-
lega við nýkrítíkina. Og þótt greinilega sé margt í vinnubrögðum
ýmissa þessara höfunda, sem þurfi rækilegrar endurskoðunar við,
eru þó ýmsar af niðurstöðum þeirra þess eðlis, að ekki virðist rétt
að afneita því með öllu, að eftir þessum leiðum megi afla upplýs-
inga, sem að haldi geti komið við rannsóknir á bókmenntum. Yerður
hér á eftir greint frá tilraun, sem höfundur þessarar greinar hefur
gert í þessum anda og ekki virðist örgrannt nema leitt geti nokkrar
gagnlegar niðurstöður í ljós.
II
I ritgerð sinni Norges og Islands Digtning í Nordisk Kultur kemst
Jón Helgason m.a. svo að orði, er hann ræðir um skáldamál drótt-
kvæða: „Hvor man i naturlig tale bruger personlige pronominer, be-
nytter skjalden sig gerne af en kenning. ’Jeg priser fyrsten fordi han
giver mig guld’ kunde udtrykkes f.eks. sáledes: ’Skjalden priser
guldbryderen, fordi bplgehestens (o : skibéts) styrer giver brynje-