Skírnir - 01.01.1970, Síða 162
156
EYSTEINN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
frekara yfirlits fylgja og þrjár myndir, þar sem bera má saman
niðurstöðurnar úr liðum B-E í þessum kvæðum.
Verk þau, sem tekin voru til athugunar, eru öll frá síðustu öld
eða yngri. Hið fyrsta, sem var kannað, var 10. Númaríma eftir Sig-
urð Breiðfjörð. Ríman er ort undir sléttubandahætti, einum erfið-
asta og vandmeðfarnasta rímnahætti, sem til er, og kenningum er
allmikið beitt í henni. Má því að óreyndu búast þar við allháu hlut-
falli nafnorða, sem skáldið þurfi mjög á að halda til að uppfylla
kröfur háttarins, og nafnstýrð eignarföll nafnorða ættu þar að
mynda talsverðan hóp. Útkoman varð þessi:
A B C D E
I. 825 361 86 189 121
43,8% 10,4% 22,9% 14,7%
Niðurstaðan er hér svipuð og búast mátti við, þ. e. allhár hundr-
aðshluti nafnorða, og um tíundi hluti alls orðaforðans eru nafnorð í
nafnstýrðu eignarfalli, sem vafalaust er mun hærra hlutfall en gerist
og gengur í daglegu rit- og talmáli. Hér kom og í ljós, að smáorð
(atviksorð, forsetningar og samtengingar) voru hlutfallslega tals-
vert færri en í öðrum þeim verkum, sem athugunin náði til. Stafar
það vafalaust af því, að einsatkvæðisorð, sem eru algeng í þeirra
hópi, falla illa inn í háttinn og verða naumast notuð, nema í hinum
stýfðu liðum í 1. og 3. vísuorði.
Næst voru könnuð þrjú kvæði, öll svipaðs efnis, þ. e. Hafísinn
eftir Matthías Jochumsson (II), Hafís eftir Einar Benediktsson (III)
og / hafísnum eftir Hannes Hafstein (IV). Útkoman varð sem hér
segir: A B C D E
II. 418 147 26 81 33
35,2% 6,2% 19,4% 7,9%
III. 596 228 54 85 67
38,2% 9,1% 14,3% 11,2%
IV. 681 191 15 116 61
28,0% 2,2% 17,0% 9,0%
Niðurstöðurnar hér eru að ýmsu athyglisverðar. í ljós kemur, að
í kvæði Hannesar Hafsteins eru nafnorð aðeins rúmur fjórðungur