Skírnir - 01.01.1970, Page 166
160 EYSTEINN SIGURÐSSON SKÍRNIR
%
4 k
3. mynd. Hlutfallslegur fjöldi lýsingarorða.
Svo sem sjá má, eru nafnorð í nafnstýrðu eignarfalli hér í báðum
tilvikum mjög óverulegur liluti af orðanotkuninni, en verk Steins
sýnir frekar hátt hlutfall nafnorða, lægst hlutfall sagnorða af þeim
verkum, sem hér hafa verið könnuð, en mjög hátt hlutfall lýsingar-
orða, sem jafnast næstum á við Gunnarshólma og 10. Númarímu
(sbr. 3. mynd). Er útkoman í samræmi við það, að verkið einkennist
af dulrænum svipmyndum og líkingum, en ekki frásögnum, þannig
að þar má einmitt eigavon á tiltölulega háu hlutfalli nafnorða og lýs-
ingarorða. Verk Þorsteins sýnir sérlega lágt hlutfall nafnorða í nafn-
stýrðu eignarfalli, og enn lægra verður það raunar, ef tekið er til-
lit til þess, að þrjú af sjö dæmum eru um orðasambandið „lífsins
kóróna“, sem gegnir táknrænu (symbólísku) hlutverki í verkinu.
Stingur þetta nokkuð í stúf við þá hugmynd, sem almennt fæst af
lestri kvæða hans, sem sé þá, að hann standi föstum fótum í inn-
lendri skáldskapar- og sagnahefð. Eftir þessu að dæma virðist sú
þekking hans ekki hafa mótað stíl hans.
Loks voru síðan tekin til athugunar tvö önnur kvæði eftir Einar
Benediktsson, til þess að kanna, hvort fylgni væri þar við þau ein-
kenni, sem reyndust vera í hafískvæði hans. Fyrir valinu urðu kvæð-
in / Slútnesi (XI) og Útsœr (XII), og urðu niðurstöður þessar:
A B C D E
XI. 759 233 50 126 71
30,7% 6,6% 16,6% 9,4%