Skírnir - 01.01.1970, Qupperneq 167
SKÍRNIR NOTKUN EINSTAKRA ORÐFLOKKA 161
XII. 960 325 63 151 74
33,9% 6,5% 15,7% 7,7%
Eins og sjá má, benda þessar niðurstöður ekki til þess, að svipuð
orðflokkahlutföll og í hafískvæði Einars séu ráðandi einkenni í
verkum hans. Þó er hér í báðum tilvikum hærra hlutfall nafnorða
í nafnstýrðu eignarfalli en í öðrum verkum, sem hér hafa verið at-
huguð, ef frá eru talin hafískvæði hans og 10. Númaríma (sbr. 1.
mynd), svo að þessar niðurstöður benda til þess, að honum sé beit-
ing þessa málfyrirbæris töm.
III
I ritgerð sinni Kven- og lagarlíkingar í ljóðum Einars Benedikts-
sonar8 ræðir Karólína Einarsdóttir nokkuð um skiptingu þessara
líkinga í orðflokka og kemst m. a. svo að orði: „Nafnorðin í líking-
um Einars stýra oft eignarfallseinkunn. Virðist skáldið hafa miklar
mætur á henni og taka hana fram yfir aðra líkingahætti (sbr. foss
geislans, þorsti hugar, unaðs vín, niður vatna o. s. frv.)“ (tilv. ritg.
bls. 143).
Með hliðsjón af þessum ummælum var kannað, hve margar þeirra
eignarfallseinkunna, sem fundust í þeim þremur kvæðum Einars
Benediktssonar, sem athuguð voru og gerð er grein fyrir hér að
framan, mynduðu ásamt stýriorði sínu myndlíkingu (metafór).
Naumast þarf að taka fram, að í slíkum samböndum þarf ekki að
leita kenninga í verkum Einars, svo að ekki þarf að gera því skóna,
að hann sé þar undir áhrifum frá dróttkvæðum og rímum, en niður-
stöður þessarar athugunar urðu sem hér segir:
Líkingar
An líkinga
Alls
Hafís
25 4,2%
29 4,9%
54 9,1%
/ Slúínesi
21 2,8%
29 3,8%
50 6,6%
Útscer
23 2,3%
40 4,2%
63 6,5%
Eins og sjá má, kemur hér fram greinileg fylgni á milli hlutfalls-
legs heildarfjölda eignarfallseinkunna, sem eru nafnorð, og þess
hluta þeirra, sem eru liðir í myndlíkingum, þannig að í kvæðinu
Hafís, sem sýnir hæstan hlutfallslegan fjölda slíkra einkunna
11