Skírnir - 01.01.1970, Síða 169
SKIKNIR
NOTKUN EINSTAKRA ORÐFLOKKA
163
ekki sé ástæða til að telja Einar Benediktsson undir áhrifum þaðan
í þessu efni, en almennt talað má segja, að slík vitneskja geti veitt
ástæður til að kanna slík sambönd nánar í verkum viðkomandi
skálda með hliðsjón af reglum kenningastílsins. Hið sama á vita-
skuld einnig við, ef menn telja sig hafa rekizt á önnur málleg ein-
kenni, sem ríkjandi séu í tilteknum verkum, og í stað þess að gera
grein fyrir slíkum atriðum eftir einni saman tilfinningu þess sem
um fjallar og með almennu orðalagi, hlýtur vissulega jafnan að vera
nákvæmara að geta gefið upp ákveðnar staðreyndir um viðkomandi
atriði. Ættu athuganir á einstökum þáttum málnotkunarinnar eftir
stærðfræði- eða tölfræðilegum leiðum því í ýmsum tilvikum að geta
leitt í ljós vitneskju, sem til þess væri fallin að auka skilninginn á
verkunum. Þær athuganir, sem hér hafa verið gerðar, eru þó vita-
skuld of knappar til þess að af þeim megi draga nokkrar ályktanir
út fyrir þau kvæði, sem athuguð voru, heldur þurfa þar að koma
til sögunnar miklu víðtækari rannsóknir, ef að verulegu gagni á
að verða. A hinn bóginn er þess að gæta, að með tilkomu tölvu-
tækni nútímans má gera ráð fyrir, að athuganir af þessu tagi séu
orðnar bæði auðveldari í framkvæmd og öruggari en áður, svo að
með nokkru fjármagni megi nú fyrirhafnarlítið fá allar þær upp-
lýsingar um þessi efni, sem óskað er eftir. Aftur á móti verður vita-
skuld einnig að hafa það j afnan í huga, að slíkar vinnuaðferðir geta
aldrei komið í stað hinna hefðbundnu starfsaðferða við bókmennta-
túlkun, heldur einungis orðið til aðstoðar, þegar eftir þeim er unnið,
og þegar bezt lætur e. t. v. aukið nokkru við þær.
1 Mathematik und Dichtung, Versuche zur Frage einer exakten Literatur-
wissenschaft, zusammen mit Rul Gunzenhauser herausgegeben von Helmut
Kreuzer (2. útg. Miinchen 1967).
2 Eysteinn Sigurðsson: Stefnur í bókmenntakönnun, Samvinnan (Rvk.) 4.
hefti 1968.
3 Peter Hallberg: Statistik i den litterara analysens tjánst, í bókinni Littera-
turvetenskap, nya mál och metoder (Stockholm 1966). Aðrir höfundar:
Gunnar Hansson, Göran Hermerén, Karl Erik Rosengren, Jan Thavenius.
4 Nordisk Kultur VIII: B bls. 24.
5 Fjölnir, 1837, bls. 24.
6 A góðu dægri, afmæliskveðja til Sigurðar Nordals 14. sept. 1951 (Rvk. 1951).