Skírnir - 01.01.1970, Side 171
SKÍRNIR
GUÐMUNDUR KAMBAN
165
Jónasi Hallgrímssyni, en rituðum ósjálfrátt af Guðmundi Jónssyni.
Um höfundarrétt slíkrar bókar má alltaf deila, en hér verður að
telja, að hinn ungi ritari hafi átt sinn óvéfengj anlega hlut að verki,
burtséð frá því, hvort honum var það ósjálfrátt eða ekki! Þótt hók-
menntalegt gildi ævintýranna sé heldur rýrt, er bókin um margt
áhugaverð þeim, sem vilja kynna sér feril Kambans. Einnig er hún
forvitnileg af þeim sökum, að um hana urðu á sínum tíma hatramm-
ar blaðadeilur, sem ef til vill ollu því, að Guðmundur Jónsson, síðar
Kamban, missti miðilsgáfuna og skrifaði sjálfrátt upp frá því.1
Staða Guðmundar Kambans í íslenzkum bókmenntum er á meðal
þeirra íslenzku rithöfunda, sein fluttust úr landi í byrjun þessarar
aldar og tóku að skrifa skáldverk á erlenda tungu. Útflutningur
skálda getur varla talizt annað en óæskilegur og beinlínis hættulegur
menningu þjóðar, ef mikil brögð verða að, en þó væri ekki sann-
gjarnt að áfellast þessi íslenzku skáld. Þjóðin var fátæk og fámenn
og skorti bæði menningarlegar og félagslegar forsendur til að veita
þeim nægjanlegan stuðning, skilning og þroska. Á íslandi var því
ekki lífvænlegt fyrir þá rithöfunda, sem óskiptir vildu helga sig rit-
störfum. Efnalítil skáld börðust í bökkum við að framfleyta lífinu
og ortu aðeins í tómstundum. Fór ekki hjá því, að slík aðstaða setti
smám saman mark sitt á skáldskap þeirra og drægi hann niður.
Nægir í því sambandi að nefna Stefán frá Hvítadal, sem varð bú-
skaparbasli að bráð. Er því ekki undarlegt, þótt nokkrir íslenzkir rit-
höfundar sæju sér ekki annað fært en flýja það land, sem gaf aðeins
„blóm og gröf í skáldalaun“.2 Vegna stj órnmálasambands Islands
og Danmerkur lá beinast við, að þeir settust að í Danmörku og skrif-
uðu á dönsku, en ekki t. a. m. á heimsmálinu ensku, sem hefði þó
opnað þeim enn víðari svið.
Jóhann Sigurjónsson reið á vaðið. Leikrit hans Dr. Rung kom
út á dönsku í Kaupmannahöfn 1905. Fordæmi hans fylgdu næstir
þeir Gunnar Gunnarsson og Jónas Guðlaugsson. Árið 1912 komu út
á dönsku í Kaupmannahöfn skáldsagan Ormarr 0rlygsson (1. bindi
af Sögu Borgarættarinnar) eftir Gunnar og ljóðabókin Viddernes
Poesi eftir Jónas. Báðar hlutu þessar bækur viðurkenningu, einkum
þó skáldsaga Gunnars. En þetta sama ár gerðist atburður, sem átti
eftir að hafa afdrifaríkari afleiðingar í för með sér fyrir íslenzkar