Skírnir - 01.01.1970, Side 172
166
HELGA KRESS
SKÍRNIR
bókmenntir, en það var sýning Dagmarleikhússins í Kaupmanna-
höfn á Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar. Vakti leikurinn mikla
athygli og fékk fádæma góðar viðtökur. Gagnrýnendur hófu Jóhann
til skýjanna, og frægð hans barst víða.3 Með sigri Jóhanns kom fjör-
kippur í íslenzka leikritun. Heima á íslandi tók rótgróinn skáld-
sagnahöfundur, Einar H. Kvaran, til við að skrifa leikrit, en í Kaup-
mannahöfn skrifaði Guðmundur Kamban, sem þá hafði dvalizt þar
við nám í tæp tvö ár, sitt fyrsta leikrit á íslenzku og dönsku og slóst
þar með í hóp íslenzkra rithöfunda á dönsku.
Staða þessara rithöfimda er mjög sérstaks eðlis. Þeir skrifuðu
fyrir aðra lesendur en önnur íslenzk skáld. Hér heima urðu bækur
þeirra oft ekki almenningi kunnar fyrr en nokkrum árum eftir að
þær komu út í Danmörku og voru ekki lesnar með sama hugarfari
og aðrar íslenzkar bókmenntir. Þeir urðu og ekki fyrir áhrifum af
því, sem gerðist hér á landi, og fer skáldskaparstefna þeirra því í
talsvert aðra átt. Kemur þetta skýrt fram um og eftir 1930, er þeir
Gunnar og Kamban skrifa sagnfræðilegar skáldsögur, alls óháðir
þeim sósíalrealisma, sem þá var ráðandi stefna í bókmenntum hér
á landi.
í Danmörku virðist verkum þessara rithöfunda fyrst og fremst
hafa verið tekið sem átthagaskáldskap, og er mjög sennilegt, að ein-
mitt það hafi átt drjúgan þátt í vinsældum þeirra. I dönskum rit-
dómum um þessi verk er einatt lagt mest upp úr hinu frumstæða í
þeim - frumstæðir menn í fjarlægu landi sögueyjunnar, frumstætt
líf, frumstæðar tilfinningar í umhverfi gjósandi eldfjalla, glóandi
hrauna og ískaldra jökla. Og allt skyldi það vera eins og í forn-
sögunum!4 Raunar er ekki heldur laust við, að þeir hafi - að minnsta
kosti framan af - slegið á þessa strengi rómantískrar fjarlægðar.
Heima á íslandi voru menn aftur á móti ekki allir jafnhrifn-
ir, og andaði þá stimdum köldu í garð íslenzku rithöfundanna
í Danmörku. Var þeim m. a. legið á hálsi fyrir ræktarleysi við móð-
urmál sitt og íslenzkar bókmenntir og j afnvel fyrir að gefa villandi
lýsingar af landi og þjóð.5 En þó voru aðrir, sem sýndu málstað
þeirra fullan skilning.6
Eins hefur menn greint á um það, hvar þessum bókmenntum skuli
fundinn staður í veröldinni. í grein um íslenzkar samtíðarbókmennt-