Skírnir - 01.01.1970, Page 173
SKÍRNIR
GUÐMUNDUR KAMBAN
167
ir telur kunnur bókmenntamaður sér t. a. m. „óskylt“ að fjalla um
aSra rithöfunda en þá, sem íslenzku rita. Hann segir þar vafninga-
laust: „íslenzkur skáldskapur er þaS eitt, sem ritaS er á íslenzku
máli.“7 Þessi skilgreining verSur aS teljast of þröng, því aS sam-
kvæmt henni tilheyra verk eins og MörSur ValgarSsson eftir Jóhann
Sigurjónsson, Svartfugl eSa ASventa eftir Gunnar Gunnarsson og
Þrítugasta kynslóSin eftir GuSmund Kamban, sem aSeins eru til á
dönsku frá hendi höfunda, ekki íslenzkum bókmenntum. En hvaS
skyldu þau vera annaS? Þetta eru bókmenntir, hugsaSar og skrif-
aSar af íslenzkum mönnum, sprottnar úr íslenzku þjóSlífi, reistar
á íslenzkum menningararfi, og eru því og geta ekki veriS annaS en
íslenzkar, jafnvel þótt búningur þeirra sé danskur. ÞaS er fyrst og
fremst andi og inntak verksins, sem sker úr um stöSu þess.
í höfuSdráttum má skipta verkum GuSmundar Kambans í sex
þætti eftir efni og stefnu, œskuverk, þjóðfélagsádeilur, hjónabands-
verk, sögulegar skáldsögur, verk um Island samúmans og gaman-
leiki.
AS frátöldum „ósjálfráSum“ ritstörfum skólaáranna í Reykjavík
er þá fyrst aS nefna œskuverkin Höddu Pöddu (1914) og Konungs-
glímuna (Kongeglimen, 1915), sem samin voru á fyrstu árum Kamb-
ans í Kaupmannahöfn. Eru þau bæSi samtímaleikrit í nýrómantísk-
um stíl og fjalla um örlagaþrungna ást í stórbrotnu umhverfi. Áhrif
frá Fjalla-Eyvindi Jóhanns leyna sér ekki í Höddu Pöddu, og einnig
má finna þar tengsl viS óprentaS leikrit hans, Skyggen.8 Konungs-
glíman er sjálfstæSara verk, en ekki aS sama skapi betra. AtburSa-
rásin er meS nokkrum ólíkindum, og mjög ber á því, aS leikritinu
sé ætlaS aS hrífa útlendinga meS lýsingum á því, sem þeir telj a vera
dæmigert fyrir íslenzka náttúru og þjóSlíf: norSurljós, álfabrenna,
heitar laugar og gróSurhús, glíma á Þingvöllum, og síSast en ekki
sízt heitir aSalpersónan í höfuSiS á eldfjallinu Heklu, og er skap-
lyndi hennar eftir því.
Hadda Padda fékk góSar viStökur og var frumsýnd í Konunglega
leikhúsinu í Kaupmannahöfn síSla árs 1914, aS öllum líkindum fyrir
tilstilli Georgs Brandes, sem fariS hafSi mjög lofsamlegum orSum
um leikritiS í tímaritsgrein.9 Var höfundur fenginn til aS aSstoSa