Skírnir - 01.01.1970, Side 175
SKÍRNIR
GUÐMUNDUR KAMBAN
169
hann er kominn aftur til Danmerkur, eru látin gerast í stórborginni
New York og eru öll þjóðfélagsádeilur í raunsæisanda. Þessi verk
eru leikritin Marmari (Marmor, 1918), Vér morðingjar (Vi mord-
ere, 1920) og Stjörnur öræfanna (0rkenens Stjerner, 1925) og
skáldsagan Ragnar Finnsson (1922). Þessi verk eru alþjóðleg, þau
gætu gerzt hvar sem er, en eru ekki bundin við íslenzkt þjóðlíf eins
og æskuverkin. I þeim flestum beinist þungamiðja ádeilunnar að
refsingum. Telur Kamban, að þær beri að afnema, þar sem þær séu
ómannúðlegar og áhrif þeirra oftast þveröfug við það, sem til er
ætlazt. Heldur hann þar fram kenningu, sem miklum deilum hafði
valdið í Bandaríkjunum, meðan hann dvaldist þar. Aðahnálsvari
hennar var Thomas Mott Osborne, sem hafði samið tvær bækur um
þessi mál, Within Prison Walls, 1914, og Society and Prisons, 1916.
Osbome var í tvö ár forstjóri hins alræmda Sing Sing fangelsis og
kom þar á ýmsum endurbótum í anda kenninga sinna, en árið 1916
var honum vikið úr embætti. Olli brottvikning hans miklum blaða-
deilum um öll Bandaríkin. Fóru þær ekki framhjá Kamban og hafa
vafalaust orðið til þess að vekja athygli hans og áhuga á refsimálum
og eðli glæpa.
Um þessar mundir kemur fram hjá Kamban mikið dálæti á Oscar
Wilde, en það er tvímælalaust sprottið af vaknandi áhuga Kambans
á refsimálum. Áhrif frá Wilde má greina í nokkrum verkum Kamb-
ans, einkum Marmara, þar sem hann er fyrirmynd aðalpersónunnar,
hugsj ónamannsins Róberts Belfords, og einnig koma þar áhrif Wild-
es fram í ýmsum efnisatriðum. Marmari er fyrsta verkið, sem Kamb-
an semur eftir Ameríkudvölina. Það er ádeila á ríkjandi refsilöggjöf
og einnig á spillingu þjóðfélagsins, og kemur hún bæði fram í
sjálfri atburðarásinni og kenningum Belfords. Af þeim verkum
Kambans, sem f j alla að einhverj u leyti um refsimál, koma kenningar
Osbornes um afnám refsinga hér langberlegast fram. Má raunar
líta á leikritið sem beina útleggingu á þeim, enda þótt Kamban freist-
ist oft til að taka nokkru dýpra í árinni en lærimeistarinn. Af öllum
verkum sínum þótti Kamban mest til Marmara koma og gramdist
því að vonmn þær fálegu viðtökur, sem leikritið fékk í Danmörku,
en þar var það aldrei sýnt, þótti of langt.11
Kamban gerði mikið af því að endurskoða verk sín, og eru því
mörg þeirra til í tveimur gerðum. Frá hans hendi er til styttri gerð