Skírnir - 01.01.1970, Side 177
SKÍRNIR
GUÐMUNDUR KAMBAN
171
en nú, enda féll Kamban fljótlega frá þeirri hugmynd að bæta því
við, eins og bezt má sjá af því, að svo var ekki gert, þegar hann
sjálfur setti leikritið á sviS í Reykjavík áriS 1927. Eftirspilið er
áhugavert hvað varðar sjónarmið höfundar og getur eflaust gefið
leikstjórum góða ábendingu um uppfærslu leikritsins, en að öðru
leyti er það litils virði. Og óneitanlega sviptir það leikritið miklu
af þeirri margræðni, sem gefur því hvað mest gildi, t. a. m. um sekt
eða sakleysi eiginkonunnar, sem áhorfendur yrðu annars að túlka
hver eftir sínu höfði.
Ragnar Finnsson er fyrsta skáldsaga Kambans. Er hún liður í
þjóðfélagsádeilum hans og sýnir þróunarferil Islendings til glötunar
í miskunnarleysi bandarísks þjóðfélags. Líklegt er, að Kamban hafi
þegar á fyrstu árum sínum í Kaupmannahöfn samið drög að þeim
hluta sögunnar, sem fjallar um æsku- og skólaár Ragnars á íslandi.15
SíSari hluti sögunnar lýsir bandarísku spillingarþj óðfélagi og þróun
Ragnars í glæpamann, og á lýsingin á atvinnuleit og öryggisleysi
Ragnars sér vafalaust einhver rök í lífi Kambans sjálfs í New York,
vonbrigðum hans þar og bágum kjörum, þó að skáldsagan gangi
miklu lengra. Hin óhugnanlega frásögn af fangelsisvist Ragnars er
að mestu byggð á lýsingum í áðurnefndri bók Thomas Motts Os-
bornes, Within Prison Walls. En drýgst efnisuppspretta í skáldsögu
sína hefur Kamban orðið bókin My Life in Prison eftir Donald
Lowrie, New York 1912, þar sem Lowrie lýsir margra ára fangelsis-
vist sinni. Þessa bók hefur Kamban notfært sér allrækilega, og það
j afnvel svo, aS hann þýðir úr henni orðrétta kafla - án þess að geta
um það. En þess verður víða vart, að hugmyndaskortur um efnis-
atriði hefur verið honum nokkur fjötur um fót. Hann er mjög nýtinn
á þau, notar hin sömu upp aftur og aftur í verkum sínum og jafn-
vel sömu setningarnar. í skáldsögunni eru kenningar Róberts Bel-
fords í Marmara sýndar í verki. Ragnar Finnsson er ekki fæddur
glæpamaður fremur en Ernest Mclntyre í leikritinu Vér morðingjar.
í báðum tilvikum á þjóðfélagið sökina.
Ragnar Finnsson er síðasta verk Kambans, sem fjallar að megin-
stofni til um glæp og refsingu. En hvað eftir annað víkur hann aS
þessu efni í seinni verkum, ef til vill á eftirminnilegastan hátt í lýs-
ingu sinni og skilningi á biskupsdótturinni í skáldsagnabálkinum
Skálholti, sem rís öndverð gegn valdbeitingu föður síns.