Skírnir - 01.01.1970, Side 178
172
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Fjórða og síðasta verk Kambans, markaS Ameríkudvölinni, er
leikritiS Stjörnur öræfanna. Fjallar þaS um hina eilífu og sígildu
baráttu andans viS holdiS og öfugt. EfniS sækir höfundurinn aS
öllum líkindum til skáldsögunnar Thais eftir Anatole France og frá-
sagnar Oscars Wildes af einsetumunkinum og gleSikonunni, sem
telja hvort öSru hughvarf, en um þetta efni samdi Wilde leikritiS La
sainte courtisane, sem hefur aS mestu glatazt. í Stjörnum öræfanna
deilir Kamban á fordóma og siSferSishræsni þjóSfélagsins, sem út-
skúfar gleSikonunni. Hún er því, eins og Ragnar Finnsson, píslar-
vottur þjóSfélagsins.
Til eru tvær gerSir þessa leikrits. Kom sú fyrri út á dönsku í
Kaupmannahöfn 1925, en fyrir sýningu leikritsins í Konunglega
leikhúsinu sex árum síSar, tók Kamban þaS til endurskoSunar og
breytti nokkuS. Breytingin er athyglisverS fyrir þróunarferil Kamb-
ans. Engu er líkara en hann hafi veriS búinn aS missa trú sína og
aSdáun á hugsjónamönnum, þegar hann breytti leikritinu - og jafn-
vel einmitt breytt því þess vegna, því aS Percy, sem í eldri gerSinni
er skiliS viS sem eldheitan baráttumann á borS viS Róbert Belford
í Marmara, er nú gerSur aS fyrirlitlegum oddborgara, sem svíkur
hugsjónir sínar.
Seinasta hreinræktaSa ádeiluverk GuSmundar Kambans, sem
hann segir „runniS upp úr almennri vestrænni „menningu“ ófriSar-
eftirkastanna“, er leikritiS Sendiherrann frá Júpíter (1927).10 Rekur
þaS endahnút á þann boSskap, sem höfundur hefur aS flytja um
betra þjóSfélag og hamingj uríkara líf. MeS þessu verki færist Kamb-
an enn meira í fang en áSur, því aS ádeila þess beinist ekki aSeins aS
þjóSfélaginu, heldur einnig manninum sjálfum og raunar mannkyni
öllu. Mætti því meS réttu kalla þaS heimsádeilu. LeikritiS einkennir
alvöruþungi mikill og húmorsleysi, eins og svo oft hjá Kamban. Þar
viS bætist, aS ádeilan er eingöngu sett fram í orSum, en ekki samofin
örlögum lifandi persóna, eins og í Ragnari Finnssyni eSa Vér morS-
ingj ar.
Þegar leikritiS kom út á dönsku áriS 1929, hafSi Kamban bætt í
þaS einum þætti og gert á því fleiri breytingar, sem skipta ekki máli
fyrir verkiS í heild. Heldur fékk Sendiherrann háSulega útreiS hjá
Dönum á sýningu leiksins í Kaupmannahöfn 1929, er lá viS, aS
hann yrSi hrópaSur niSur í leikslok.17 Kamban undi aS vonum illa