Skírnir - 01.01.1970, Qupperneq 179
SKÍRNIR
GUÐMUNDUR KAMBAN
173
við þennan hlut sendiherrans, en lét þess getið, að hann hefði í
hyggju að semja síðar leikrit, sem ætti að heita Sendiherrann frá
Marz og vera svar við þeim móttökum, sem kollega hans frá Júpíter
hafði fengið.18 En vonbrigði Kambans í sambandi við Sendiherrann
frá Júpíter urðu vafalítið orsök þess, að hann sneri sér að skáld-
sagnagerð um sinn.
í þj óðfélagsádeilum sínum hættir Guðmundi Kamban um of til
að prédika og útskýra í smáatriðum það misrétti, sem söguhetjurnar
eru beittar, í stað þess að leyfa lesandanum að draga eigin ályktanir
af viðburðum verksins. Skemmtileg undantekning er leikritið Vér
morðingjar, sem ber af öðrum ádeiluverkum hans, vegna þess hve
það er margrætt og höf ðar til eigin dómgreindar lesenda/áhorfenda.
Samtímis þjóðfélagsádeilunum samdi Kamban verk, sem fjalla um
hjónabandið frá ýmsum hliðum.
Leikritið Hin arabísku tjöldin (De arabiske Telte, 1921), sem er
til á íslenzku frá hendi höfundar undir þessu nafni, sýnir siðferði-
lega upplausn íslenzkrar fjölskyldu í Kaupmannahöfn og mismun-
andi afstöðu þriggja kynslóða til hjónabandsins. Fern hjón búa í
ástlausu hjónabandi, sem virðist þó slétt og fellt á yfirborðinu, en
hin fimmtu ákveða að skilja í góðu fremur en lifa við óhreinskilni.
Annars vegar er dönsk léttúð, hins vegar íslenzkur drengskapur.
Mörgum árum síðar endursamdi Kamban þetta verk og nefndi fyrst
Tidlpse dragter, sem er bein þýðing á þýzka titli þess, Zeitlose Ge-
wander, en síðan Derfor skilles vi. Munur gerðanna er einkum fólg-
inn í því, að kynslóðaskilin eru skarpari í seinni gerðinni, og hefur
hún á sér gæmansamari blæ. Danir voru ekkert sérstaklega hrifnir af
því, að íslenzkur rithöfundur leyfði sér að skopast að siðgæði
þeirra, og enn sem oftar mátti Kamban heyra, að íslenzkum höfund-
um væri nær að snúa sér að því, sem þeir hefðu vit á, „det drama-
tiske voldsomme Liv paa deres 0.“10
Skáldsagan Hús í svefni (Det sovende Hus, 1925) var uppruna-
lega samin sem handrit að kvikmynd, sem Kamban stjórnaði sjálfur
upptöku á. Kona skilur við gjaldþrota mann sinn til þess að giftast
öðrum, sem getur boðið henni meira af lífsins gæðum. Á byggingu
sögunnar er stór og raunar furðulegur galli. Sagan er endurminn-
ingar fyrri eiginmannsins, sem byrjar á því að rifja upp hjónaband
sitt og skilnað, en síðan heldur hún áfram að fylgja lífi konunnar,