Skírnir - 01.01.1970, Síða 180
174
HELGA KRESS
SKÍRNIR
og segir þá frá ýmsum atvikum, sem sögumaöur hefur ekki á nokk-
urn hátt getað haft hugmynd um. Þetta er lokaverkið í skrifum
Kambans um siðgæði hjónabandsins. Eins og í leikritinu Vér morð-
ingjar og smásögunni Þegar konur fyrirgefa lýsir hann þarna sök á
hendur konunni, sem með óhófsemi og eigingirni eyðileggur lif
mannsins.
Um 1930 hefur Kamban samið sig saddan af ádeilum og hjóna-
bandsverkum, og verða þá greinileg þáttaskil í ritstörfum hans. Snýr
hann sér um sinn að eigin þjóðlífi og sækir efni í liðna tíma. Semur
hann tvær langar sögulegar skáldsögur.
Skáldsagnabálkurinn Skálholt (1930-35) er vafalaust bæði fræg-
asta og vinsælasta verk Kambans. Efnið er sótt í sögu Islands á 17.
öld, og er einkum fjallað um atburði, sem snertu Skálholt í biskups-
tíð Brynjólfs Sveinssonar. Sagan af Ragnheiði Brynjólfsdóttur og
átökum hennar og biskups í tveimur fyrri bókum verksins er oft
hrífandi og dramatísk, enda gerði Kamban einnig leikrit um það
efni. Tvær seinni bækurnar eru miklu síðri bókmenntaverk, oft er
eins og höfundur sé ofhlaðinn efni, sem hann vilji fyrir hvern mun
koma að. í Skálholti nýtur sálfræðilegt innsæi Kambans sín einna
bezt. Lýsing hans á Ragnheiði, sem hann hreinsar af meinsærinu, er
frábær. Einnig eru margar aðrar mannlýsingar sannfærandi, t. a. m.
Helga Magnúsdóttir í Bræðratungu.
Skálholt vakti töluverða hneykslun margra íslenzkra lesenda, er út
kom. Þótti siðferði sögunnar ekki géta samræmzt siðferði 17. aldar,
einkum og sér í lagi sárnaði mönnum fyrir hönd Ragnheiðar bisk-
upsdóttur, og þóttu athafnir hennar hæði stinga í stúf við tign henn-
ar og aldarandann. Berorðar ástalýsingar vöktu og mikla reiði.
Urðu um þetta miklar deilur og skrif, sem vafalaust hafa gert sitt til
að losa um þá blygðunarsemi, sem ríkti í íslenzkum bókmenntum
þessa tíma.20 Ekki tók Kamban sjálfur beinan þátt í þessum um-
ræðum, en heggur þó í sama knérunn í skáldsögunni Þrítugasta kyn-
slóðin, þar sem hann lýsir nútímakonunni.
Kamban taldi sig alla tíð vera fyrst og fremst leikritahöfund, og
leikritið áleit hann „göfugasta form bókmenntanna“.21 Upphaflega
hafði Kamban hugsað sér að skrifa leikrit um efni Skálholts, en
þegar honum fór að ganga æ erfiðlegar að fá leikrit sín sett á svið
- sennilega eftir hrakför Sendiherrans frá Júpíter - ákvað hann að