Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 184
178
HELGA KRESS
SKÍRNIR
tilraun tii dramatíseringar á skáldsögu, atburðarásin nær yfir langan
tíma, þættirnir eru laustengdir og heildarmyndin óskýr. SíSast en
ekki sízt er þaS mjög ólíkt leikritunum Grandezza og Vöf, sem samin
voru á árunum fyrir 1940, og þaS er ekki til á íslenzku frá höfundar-
ins hendi eins og þau. En reynist Kamban vera höfimdur Þúsund
mílna, hefur hann annaShvort veriS búinn aS gefa þaS frá sér eSa
ekki litiS á þaS sem fulllokiS, úr því aS hann hefur ekki látiS gefa
þaS út í Danmörku eins og öll önnur verk sín. Þá má og geta þess,
aS þaS var ekki flutt í danska útvarpinu um og eftir 1939 eins og
mörg leikrit hans, svo sem Hadda Padda, í Skálholti og Vöf, og
sum oftar en einu sinni.28
Auk þeirra verka, sem hér hefur veriS drepiS á, samdi Kamban
um tylft smásagna, sem á sínum tíma birtust flestar í dönskum blöS-
um og tímaritum. Engin þeirra er rismikill skáldskapur, enda aug-
sýnilega samdar í þeim tilgangi helztum aS afla meS þeim lífsnauS-
synlegra tekna. Ekki lagSi Kamban heldur mikla stund á skáldskap
í bundnu máli, en þó eru til eftir hann nokkur verulega góS ásta-
kvæSi, svo sem Spunakonan og Vikivaki. RitgerSasafniS Kvalitets-
mennesket (1941) hefur aS geyma helztu ritgerSir Kambans. Eru
þær margar áhugaverSar og veita góSa innsýn í skáldverk hans.
GuSmundur Kamban bar ekki gæfu til þess aS koma alkominn til
starfa heima á íslandi, eins og honum mun hafa staSiS hugur til.
Þann dag, sem Danir fögnuSu fengnu frelsi eftir áralangt hernám
ÞjóSverja, var hann skotinn niSur án dóms og laga, ranglega grun-
aSur um samstarf viS þýzku nazistana. Ef til vill mætti kalla þaS
undarlega kaldhæSni örlaganna, aS Kamban, sem alla tíS tók svari
afbrotamanna og barSist gegn ofbeldi í hvaSa mynd sem var, skyldi
láta lífiS á þennan hátt.
Nýlega komu verk GuSmundar Kambans út í heildarútgáfu hjá
Almenna bókafélaginu: GuSmundur Kamban, Skáldverk I-VII,
Reykjavík 1969. Umsjón meS útgáfunni höfSu Lárus Sigurbjörns-
son og Tómas GuSmundsson.
Eins og nafn útgáfunnar ber meS sér, eru þar eingöngu birt skáld-
verkKambans, en ritgerSir hans ekki teknar meS. Er verkunum raSaS
niSur eftir tegund, fyrst koma skáldsögur, síSan smásögur og kvæSi,
en síSast leikrit. Aftast eru danskar þýSingar hans á íslenzkum ljóS-