Skírnir - 01.01.1970, Side 186
180
HELGA KRESS
SKÍRNIR
er til - með þessu voðalega nafni - á íslenzku frá höfundarins
hendi. Seinni gerð þessa verks, Þess vegna skiljum við, er aðeins til
á dönsku. Utgefendur taka þann kost að birta yngri gerðina, og gera
þeir grein fyrir því í formála, en gallinn er sá, að við þýðingu hennar
hefur algjörlega verið gengið framhjá íslenzkum texta höfundar,
sem til er á eldri gerðinni. Hefði þýðingin því þarfnast endur-
skoðunar. — Sendiherrann frá Júpiter er til í tveimur gerðum, sem
báðar hafa verið gefnar út. Eldri gerðin er í þremur þáttum og á ís-
ienzku, hin í fjórum þáttum og á dönsku. Nú bregður hins vegar svo
við, að eldri gerðin er birt í ritsafninu, og það án þess að svo mikið
sem minnzt sé á, að það sé ekki sú gerð, sem höfundur endanlega
gekk frá. - Leikritið í Skálholti er einnig birt í eldri gerð sinni, sem
í formála er kölluð „upphafleg gerð“, eins og hún eigi þess vegna
rétt á sér og gegni því öðru máli um hana en eldri gerð leikritsins
Þess vegna skiljum við, sem virðist hafnað af sömu ástæðu og eldri
gerð Skálholts er birt! Yngri og styttri gerð Skálholts er mun leik-
rænni og hefur alltaf verið notuð við uppfærslu leikritsins á Islandi
þó að aldrei hafi hún komizt á prent. Hvorug gerðin er til á íslenzku
frá höfundarins hendi. Olíku er saman að jafna um þýðingar þeirra.
Þýðing Lárusar Sigurbjörnssonar í ritsafninu er svo haglega gerð,
að engu er líkara en höfundur sjálfur hafi þar vélt um, enda
hefur þýðandi stuðzt við skáldsöguna og tekið orðrétt tilsvör þaðan.
- Upphaf þess leikrits, sem í ritsafninu birtist imdir nafninu Öræfa-
stjörnur, er til á íslenzku frá höfundarins hendi og ber þar yfirskrift-
ina Stjörnur öræfanna, sem það ætti því að heita á íslenzku, sbr. for-
múluna Meðan húsið svaf > Hús í svefni, sem gefin er í formála.
Leikritið er til í tveimur gerðum, sömdum með sex ára millibili,
sem báðar eru aðeins til á dönsku. Kom sú eldri út, en hin er aðeins
til í handriti (í bókasafni Þjóðleikhússins). Tómas Guðmundsson
hefur þýtt yngri og óprentuðu gerðina, og er hún birt í ritsafninu, en
án þess að þar megi annað sjá en þetta sé hið sama leikrit og gefið
var út í Kaupmannaliöfn 1925. Um íslenzku þýðinguna er það að
segja, að hún er á mjög fallegu og tæru máli, sem er blessunarlega
laust við dönskuskotið og óvandað mál Kambans, en um leið eins
fjarlægt stílstefnu hans og verið getur. - Leikritið Grandezza er að
því er bezt verður vitað til á íslenzku í eiginhandarriti höfundar (í
vörzlu Gísla Jónssonar) - ekki aðeins uppkast eins og í formála seg-