Skírnir - 01.01.1970, Síða 187
SKIRNIR
GUÐMUNDUR KAMBAN
181
ir - og ber þar þennan ítalska titil, sem eflaust þjónar þeim lilgangi
að ljá leikritinu blæ þess umhverfis, sem það gerist í, og er í fullu
samræmi við stíl Kambans. Hér er leikritið aftur á móti birt í þýð-
ingu og undir nafninu Stórlæti, sem hvorttveggja verður að teljast
undarleg ráðstöfun. Var e. t. v. búið að þýða leikritið, áður en
uppgötvaðist, að það var þegar til á íslenzku?
I ritsafninu birtast tvö verk, sem ekki hafa áður á prent komið:
Eftirspil við leikritið Vér morðingjar og leikritið Þúsund mílur. Það
er raunar nokkuð orðum aukið, þar sem í formála segir, að eftir-
spilið hafi ekki áður verið þekkt. Leikhúsmenn ýmsir hafa vitað um
tilveru þess, þó að það af listrænum ástæðum hafi aldrei verið leik-
ið og ekki prentað fyrr en nú. T. a. m. ræðir Gunnar Hansen um
það í leikskrá með sýningu leikritsins Vér morðingjar, sem hann
stjórnaði 1952. Leikritið Þúsund mílur eykur ekki á hróður Kamb-
ans nema síður sé, enda ljóst, að hann hefur á sínum tíma ekki talið
það þess virði, að út yrði gefið.
Ævintýrin Úr dularheimum hafa ekki verið tekin upp í ritsafnið,
og er raunar álitamál, hvort bernskubrek eins og þau eigi þar heima.
Eflaust myndi Kamban helzt ekki hafa viljað við þau kannast, og þó
er aldrei að vita — þetta er nú einu sinni hans fyrsta bók. Og ekki
hefði farið mikið fyrir henni, því að hún hefði vel komizt fyrir á
18-20 blaðsíðum.
Leitt er, ef hending ein hefur ráðið, hvaða smásögur hafa fengið
að vera með í safninu. Það getur að vísu orðið erfitt að hafa upp á
öllum smásögum Kambans, sem birtust á víð og dreif í dönskum
blöðum og tímaritum um þrjátíu ára skeið. En langmest virðist hann
hafa fengið birt í Berlingske Tidende, og þar má meðal annars finna
eftirtaldar smásögur, sem fullt eins má ætla, að Kamban „hafi hirt
um að geyma“: Straffen, der sones (20.1. 1918), Saa er Elskov os
imellem (1.6. 1924), En Jordskælvsnat (11.4. 1926), En Nat paa
Effersp (14.6. 1931) og Interview med en Silhouet (10.5. 1940).
I formála segir, að ekki hafi verið hjá því komizt að gera smá-
vægilegar orðabreytingar á stöku stað í þeim textum, sem lagðir hafi
verið til grundvallar útgáfunni. Lítið sem ekkert virðist hafa verið
hróflað við þeim textum, sem höfundur gekk sjálfur frá á prent á
sínum tíma. Ein breyting hefur þó verið gerð, sem teljast verður í
hæpnara lagi. Kamban lætur sagnir í 3. p. flt. vh. þát. halda sinni