Skírnir - 01.01.1970, Page 188
182
HELGA KRESS
SKÍRNIR
fornu i-endingu, svo sem: þótt þeir færr, og verður þetta nokkuð
áberandi stíleinkenni hjá honum, en hér hefur þessu hins vegar
verið breytt til yngra máls, þannig að endingin verður -u. Mun
meiru hefur verið vikið við í óprentuðum textum, og virðast breyt-
ingarnar stefna í þá átt að hæta dálítið um málfar og draga úr út-
lenzkulegum orðum. Tekin verða nokkur dæmi úr leikritinu Vér
morðingjar í VI bindi útgáfunnar; borið er saman við eiginhandar-
rit höfundar: koma hér til kvölds verður koma hér til kvöldverðar
(bls. 10); naif verður trúgjörn (bls. 10) ; þaggar á hana verður
hastar á hana (hls. 19); heyrnarfærið verður heyrnartœkið (bls.
40); formul verður siðavönd (bls. 42); það veldur mér nú naumasl
neinnar sorgar verður það veldur mér nú naumast neinni sorg (hls.
49); þegar ég kom í hangarinn, voru pellarnir í óstandi verður þeg-
ar ég kom í flugskálann, voru spaðarnir í ólagi (bls. 56); að þú
gerir enga tilraun til neins kyns líkamlegrar nálgunar verður að þú
gerir enga tilraun til að snerta mig (bls. 72). En það skal tekið
fram, að hvergi er þó gengið svo nærri textanum, að sérstæður stáll
Kambans bíði tjón af.
Auk formála umsjónarmanna útgáfunnar er henni fylgt úr hlaði
með stuttum inngangi eftir Kristján Albertsson, sem er skrifaður af
nokkuð einhliða aðdáun á skáldinu. Þar sem um heildarútgáfu á
skáldverkum Guðmundar Kambans er að ræða og þau verða fráleitt
gefin út aftur í bráð, væri óneitanlega æskilegt, að henni hefði fylgt
greinarbetra yfirlit yfir æviferil hans og verk. Þá hefði verið fengur
í skrá yfir þýðingar á ritum Kambans og j afnvel einnig yfir sýning-
ar á leikritum hans.
Ytra útlit safnsins er mjög þokkalegt, en pappír óvandaður. Próf-
arkalestur er til einstakrar fyrirmyndar. Á Almenna bókafélagið
þakkir skildar fyrir það lofsverða framtak að koma skáldverkum
Guðmundar Kambans út á íslenzku.
Guðmundur Kamban var metnaðarfullur rithöfundur og fram-
gjarn, en hann hlaut aldrei þá viðurkenningu, sem hann sóttist eftir.
Endurspegla mörg verk hans vonbrigði vegna þessa og jafnvel
beizkju. Sennilega hefði hann náð meiri vinsældum bæði heima og
erlendis, ef hann hefði haldið áfram á þeirri braut, sem hann lagði
fyrst út á, að skrifa um íslenzk efni. Honum tókst ekki að ryðja sér
neitt svipað rúm erlendis og þeir Gunnar Gunnarsson og Halldór