Skírnir - 01.01.1970, Side 192
186
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
slíkar rannsóknir hafa verið á sviði nútímamáls og bókmennta, og
verður því að telja Peter Hallberg meðal brautryðjenda í slíkum
rannsóknum miðaldarita.
Fyrsta rannsókn Peters Hallbergs, þar sem hann réðist með stað-
tölulegri aðferð á mál og stíl íslenzkra fornrita með höfundarákvörð-
un í huga, birtist 1962.2 Síðan hefur hann unnið ýmsar fleiri slíkar
rannsóknir og birt niðurstöðurnar í sjálfstæðum ritum og ritgerð-
um,3 en einnig nokkuð í andsvörum við gagnrýni annarra fræði-
manna,4 svo að efnið var orðið nokkuð dreift. I þessari bók hefur
hann safnað saman efni þess helzta, sem hann hefur áður birt, og
birtir þar auk þess nokkrar nýjar rannsóknir. Gefst því kærkomið
tækifæri til yfirlits yfir verk Hallbergs á þessu sviði, sem er orðið
svo mikið, að kraftaverki er líkast að einn maður skuli hafa komið
því í framkvæmd samhliða öðrum störfum. Sex ár eru milli rits-
ins um Egils sögu, Heimskringlu og Snorra og þessa safnrits, en
höfundurinn heldur enn áfram svipuðum rannsóknum.1’ Það mun
því ýkjulaust að segja, að Hallberg hafi unnið í áratug að því að
smíða, lagfæra og beita þeim staðtölulegu vopnum, sem hann bind-
ur svo miklar vonir við í rannsóknum íslenzkra fornrita. Hér gefst
því færi á að virða fyrir sér, hvernig vinnuaðferðin hefur þróazt.
Markmið Hallbergs með flestum rannsóknanna hefur verið að kom-
ast að höfundum einstakra fornrita, að leiða fram málleg og stilræn
rök með eða móti eldri skoðunum um höfunda eða ritara fornsagna.
Hallberg er brautryðjandi þessarar rannsóknaraðferðar á sviði
íslenzkra fornbókmennta. Rannsóknir hans hafa orðið fyrir gagn-
rýni úr ýmsum áttum, cg verður ekki sagt, að honum hafi tekizt að
sannfæra starfsbræður í fræðunum um gildi aðferðar sinnar. Veldur
hið flókna eðli og gangur ritleifðarinnar mestu um, að ýmsir telja
grundvöll slíkra rannsókna of valtan.
Hallberg verður ekki sakaður um að virða að vettugi hin flóknu
úrlausnarefni handrita og texta, sem útgefendur verða að kljást við
og eru í rauninni grundvöllur allra annarra rannsókna, en slíkar
rannsóknir eru hins vegar ekki viðfangsefni hans. Hann vinnur á
grundvelli þeirrar textaþekkingar, sem fyrir hendi er, þótt stundum
sé hún næsta ótraust. Verður það þá viðhorf hans, að ef tvö eða
fleiri rit sýni í varðveittri mynd ákveðin og ótvíræð samkenni í
máli og stíl (sem ekki geta talizt stafa af svipuðu efni eða gagntækri