Skírnir - 01.01.1970, Page 193
SKÍRNIR
STAÐTOLULEG MÆLING
187
tízku tímaskeiðs eða bókmenntategundar), þá sé sennilegra, að
þessi samkenni einkenni ritin frá upphafi og séu greinanleg þrátt
fyrir ólíka meðferð texta í handritum en að samkennin séu orðin
til við textameðferð afrilara.<s Þessi hugsun er mikilvæg, er verk
Hallbergs skulu athuguð. En veruleikinn er þó í rauninni flóknari
en þetta, t. d. þegar um er að ræða umritun eða ritstjóraverk á text-
unum í staðinn fyrir afritun. Oft ber við, að textarannsóknir af ann-
arri tegund geta vísað veginn í þessu völundarhúsi. Hér þurfa því
textafræðingurinn og sá, er mælir og telur kennimörk máls og stíls,
að vinna saman af kostgæfni, ef vel á að farnast.
I fullri alvöru hefur enginn fetað í fótspor Hallbergs, svo að mér
sé kunnugt. En ef aðferð hans býr yfir þeim möguleikum til þekking-
arauka, sem hann vill sýna og sanna, þá þyrftu fleiri að stunda slíkar
rannsóknir. í rauninni dygði ei minna en heill flokkur manna í sam-
starfi með tölvu að hjálpartæki, og viðfangsefni þeirra hlyti að
verða sem víðtækust stílfræðileg efnissöfnun úr heildarsafni forn-
málsins, og skilgreining og lýsing stíls einstakra bókmenntategunda
og tímaskeiða (og stílskóla), fremur en að finna einstökum forn-
ritum höfunda. í rauninni dugir ei minna en þetta, ef leggja á góðan
grunn undir stílfræðilegar rannsóknir fornritanna, en þetta er rann-
sóknarsvið, sem enn hefur ekki verið sinnt sem skyldi.
Hér er rétt að segja stuttlega frá ritum Hallbergs á þessu kjörsviði
hans síðan verkið um Eglu og Snorra kom út, en fyrir því hefur
óður verið gerð grein í Skírni.7 Kaflar um öll þessi efni eru í þeirri
bók, sem nú liggur fyrir.
í öðru ritinu í röðinni (sjá nm. 3) stefndi Hallberg að því að
sanna, að Ólafur Þórðarson mundi vera höfundur Laxdœlu og Knýtl-
inga sögu. Gekk hann í fyrstu út frá því áliti Einars 01. Sveinsson-
ar í útgófu hans af Laxdælu, að af kunnum mönnum um miðja 13.
öld kæmi Ólafur Þórðarson hvítaskáld einna bezt heim við þær
hugmyndir, sem gera yrði sér um höfund sögunnar. Vegna vistar
Ólafs Þórðarsonar í Danmörku taldi Sigurður Nordal hann líkleg-
an til að hafa samið Knýtlinga sögu. Til þess að ganga úr skugga
um samkenni texta beggja sagnanna fór Hallberg tvær ólíkar leiðir.
Hann rannsakaði: 1. tíðni a) vissra lýsingarorða og atviksorða og
b) vissra óhlutstæðra (abstrakt) nafnorða; 2. samstæður (parord).
Samanburðartextar voru þeir sömu og áður í Eglu-rannsókninni,