Skírnir - 01.01.1970, Síða 194
188
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
þ. e. Heimskringla, sem hann skiptir í Snorra A og Snorra B, Egils
saga, Eyrbyggja saga, Njáls saga, Grettis saga, að viðbættri Olafs
sögu Tryggvasonar Odds munks (A-texta útgáfu F. Jónssonar 1932).
Hallberg orðtók nú Laxdælu, og tók aðeins þau orð, sem reyndust
tvöfalt tíðari í Laxdælu en nokkrum samanburðartextanna. Af þessu
leiðir, að öll mjög venjuleg orð falla utan við. Orð, sem ekki
koma fyrir a. m. k. þrisvar í Laxdælu, eru á hinn bóginn ekki með
heldur. Komu þannig fram tveir orðalistar: 19 lýsingarorð og atviks-
orð og 10 nafnorð. Dæmi: brátt, löngum, menntur, mikils verður,
ráðlegur; ást, auðna, blíða.
Texti Laxdælu er þannig lagður til grundvallar í þessum hluta
rannsóknarinnar, og texti Knýtlinga sögu gegnir sama hlutverki og
hver annar. Raunverulegum tíðnitölum er breytt í samræmi við
lengd textanna, og sýna þær tölur, settar upp í töflu, mjög ákveðna
líkingu Knýtlinga sögu við Laxdælu um notkun þessara orða, en þó
er samstaðan skýrari í lýsingarorðum en nafnorðum. Til þess að
athuga betur dreifingu orðanna í textunum, er þeim skipt í hluta,
sem hver er 5000 orð, og er sett inn á töflu samanlögð tíðni hinna
35 orða í hverjum slíkum hluta. Líking ritanna tveggja verður þá
jafn ljós og fyrr, en tíðnin verður skyndilega langmest í einum hluta
Knýtlinga sögu, og dregur Hallberg þá ályktun af efni sögunnar,
að einmitt í þeim hluta frásagnarinnar muni höfundurinn hafa haft
frjálsastar hendur um orðfæri og stíl. Þegar hér er komið er saman-
burðarefnið aukið 17 íslendingasögum öðrum, samtals 21 texta,
og breytir það engu um niðurstöðuna: Laxdæla og Knýtlinga saga
eru sér um notkun þessara orða.
í hinum aðalhluta þessarar rannsóknar eru taldar og bornar saman
samstæður á stuna hátt og í rannsókninni um Eglu-Snorra, og kemur
nú Knýtlinga saga í stað Heimskringlu, þ. e. Heimskringla er tekin
frá, en Knýtlinga saga er sett andspænis Egils sögu, Laxdælu, Njálu,
Grettis sögu, Eyrbyggju. Orðið samstæða (parord) er látið fela í
sér, að aðeins eru tekin til talningar orð, sem koma fyrir í Knýtl-
inga sögu og aðeins einum hinna textanna. Fyrst virðast slíkar töfl-
ur leiða í ljós líkingu með Knýtlinga sögu, Laxdælu og Egils sögu.
Þannig sést í fyrstu ekki sérstakt ættarmót með Knýtlinga sögu og
Laxdælu. En ekki er allt sem sýnist. Hallberg hefur áður sýnt ættar-
mót Egils sögu og Heimskringlu með sams konar málprófi, og gert