Skírnir - 01.01.1970, Qupperneq 196
190
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
bjarnarsonar og Prestssaga Guðmundar Arasonar. Hátt hlutfall öf-
ugrar orðaraðar og yfir 50% hafa auk Sturlu þáttar Þorgils saga
skarða og Þórðar saga kakala. Þar á milli eru aðeins Islendinga saga
(31%) ogSvínjellinga saga (18,2%).
Hallberg ræSir einnig möguleikana aS gera sér frekar grein fyrir
líkingu og tengslum texta Sturlungu innbyrSis meS talningu annarra
atriSa í málfari, þar sem stílrænt val liggur til grundvallar (t. d.
tengiorSanna en er / ok er í upphafi setninga, síðan / eptir þetta,
sagnorSanna hittask / finnask). Sýnilegt er á textum Sturlungu, að
höfundar sagnanna hafa notað öfuga orðaröð í óhkum mæli. Hér
er því um mælanlegt einkenni að ræða, sem ásamt öðrum sérkenn-
um má nota til ályktana um tengsl og skyldleika texta. Munur sagna
Sturlungu innbyrðis sýnir einnig, að þetta atriði í máli hefur ekki
verið samræmt við samsetningu safnsins. Þetta staðfestist af saman-
burði Hrafns sögu Sveinbj arnarsonar í safninu við þann texta henn-
ar, sem varðveittur er utan þess. — Næst verða fyrir konungasög-
urnar: Heimskringla, Ólafs saga Tryggvasonar eftir Odd (báðir text-
ar), Morkinskinna, Knýtlinga saga, Fagurskinna, Hákonar saga,
Sverris saga. Munur hæstu og lægstu hundraðstölu verður hér minni
en í Sturlungu. S-texti Ólafs sögu Odds sker sig úr með aðeins 3,6%
öfugrar orSaraðar. InnbyrSis munur Heimskringlusagna er ekki
mikill, en þrjár þeirra: Ólafs saga Tryggvasonar, Ólafs saga helga og
Haralds saga SigurSarsonar eru nálega alveg jafnar. Athugun sama
atriðis í 11 íslendingasagnatextum, sem valdir eru með tilliti til
ólíkrar tímasetningar, bendir ekki til, að hlutfall öfugrar orðaraðar
sé háð ritunartíma. NiSurstöSutölur um öfuga orðaröð í Sturlungu-
safninu gátu bent til, að notkun hennar hefði aukizt á 13. öld, en
konungasögur og Islendingasögur staðfesta ekki slíkan dóm. ÞaS
kemur nú ennfremur í ljós, að hlutfall Eglu og Heimskringlu er
mjög líkt, sömuleiSis hlutfall Laxdælu og Knýtlinga sögu. Því er
það, að telji menn rökin fyrir því að Snorri hafi skrifað Egils sögu
og Ólafur Þórðarson Laxdælu og Knýtlinga sögu nægilega sterk, þá
styrkir þessi niðurstaða þá skoðun, að hlutfall beinnar og öfugrar
orðaraðar sé nýtilegt höfundarmark. Enn má geta þess, að svipað
hlutfall kemur fram í öllum þremur: Eyrbyggja sögu, íslendinga
sögu og Hákonar sögu Hákonarsonar. Hallberg bendir hér reyndar
einnig á önnur atriði í stíl, sem lík eru með þessum textum. Kynni