Skírnir - 01.01.1970, Síða 198
192
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
Skyndiyfirlit yfir efni bókarinnar má gefa með því að taka fram,
að sjö fyrstu kaflarnir fjalla um höfundarákvörðun Egils sögu og
þau vandamál, sem þar koma við söguna. Miðbik bókarinnar, kaflar
8-14, eiga sér engan slíkan samnefnara. í 8. kafla sýnir höfundur
ólíkingu Hávarðar sögu ísfirðings og Svarfdœla sögu í ýmsum atr-
iðum máls og stíls, er honum virðast tala gegn því, að sögurnar séu
verk sama höfundar. Hér er þannig á ferðinni neíkvœð höfundar-
ákvörðun, sem samkvæmt röksemdum höfundar (sjá bls. 187 hér að
framan) hlýtur að vera örðugri en jákvæð. Þarf því að beita hinni
mestu varúð, enda þykir Hallberg vissara, að fullyrða hér sem
minnst. A öðrum stað (13. kafla) dregur hann fram úr hinu
mikla staðtölusafni sínu um málfarsatriði í Islendingasögum ákveð-
in rök fyrir því, að Hávarðar saga og Finnboga saga séu saman
um höfund. Tekur hann þessar sögur því til nánari athugunar og
finnur annars konar rök, sem benda í sömu átt. Það er einkar athygl-
isvert, að ábendingin kemur beint úr staðtalnaefni yfir 40 íslend-
ingasögur (úr töflum inn tíðni sagnorðsins kveðask undan óbeinni
ræðu, um svokallað frásagnar-mí, um tengiorðin ok er / en er, um
nútíð / þátíð í höfundarfrásögn, um beina / öfuga orðaröð, o. s.
frv.), en ekki úr kenningum fræðimanna, sem unnið hafa með öðr-
um aðferðum. í 14. kafla sýnir Hallberg skýrt og vel samkenni með
Þorgils sögu skarða og Sturlu þætti í Sturlungu. Ætti höfundur
beggja þá að vera Þórður Hítnesingur samkvæmt athugunum B. M.
Ólsens. Þegar hér er komið í rannsóknunum, eru mæliatriðin orðin
svo mörg, og bræðrasvipur þessara verka er svo óumdeilanlegur, að
niðurstaðan virðist sannfærandi. Veigamesti kaflinn í þessum hluta
bókarinnar fjallar um frásagnartíð. Hin undarlega blanda nútíðar
og þátíðar, sem oft ber fyrir augu við lestur fornrita - nútíð og þá-
tíð sagnorða hvor innan um aðra án þess að glöggar ástæður verði
greindar - hefur lengi valdið fræðimönnum heilabrotum. Hallberg
er vitaskuld efst í liuga að finna mælikvarða á fyrirbærin og sjá,
hvort finna megi höfundamörk í tíðanotkuninni. Hlutfallið milli nú-
tíðar og þátíðar í frásögn höfundar verður þá það, sem mæla skal.
Hann velur 50 tiltekin sagnorð ýmissa merkinga, en útilokar allra
algengustu sagnirnar. En vandinn er ekki allur leystur með því. Ekki
má telja með önnur dæmi en þau, þar sem ritari eða höfundur átti
val milli beggja tíðanna, nútíðar og þátíðar. Það hlýtur að vera