Skírnir - 01.01.1970, Síða 199
SKÍRNIR
STAÐTÖLULEG MÆLING
193
mjög vandasamt að skera úr því. Má þó vera að það hafi tekizt nokk-
urn veginn réttlátlega í þessu úrtaksprófi. Nærri liggur að hugsa sér,
að fyrst þyrfti að framkvæma heildarrannsókn um notkun hvers
einstaks sagnorðs áður en lagt væri út í svona samanburð. En ekki
verður hjá því komizt að höggva ögn af hæl og tá, svo að mælingu
verði við komið. Á þessum grunni sýna töflur um tíðni nútíðar
mikinn mun einstakra texta. Lægst er Hákonar saga með 0,6%, hæst
Bandamanna saga með 78%. Einnig kemur í ljós munur eftir bók-
menntategund. Meðaltal íslendinga sagna er 25%, konungasagna
10%. I safnritum eins og Sturlungu og Karlamagnús sögu kemur
fram mikill munur einstakra texta. Eftir skiptingu textanna í hluta,
sem hver hefur 100 talningargild dæmi nútíðar og þátíðar saman-
lagt, má lesa á töflu dreifingu tíðanna innan textanna. Með stærð-
fræðilegri aðferð býr Hallherg til mælistiku á frávik hvers texta inn-
an flokks eða safns frá meðaltali flokksins. Kemur í ljós, að frávikin
eru yfirleitt minni innan Islendingasagna en konungasagna, þ. e.
dreifing frásagnar-nútíðar er þar jafnari. Niðurstöður þessara at-
hugana verða, að ekki verði séð, að tíðanotkunin í heild sinni hafi
breytzt á sagnaritunartímanum. Tízkur verða ekki greindar. Munur
einstakra texta innan sömu bókmenntategundar er oft mikill. Því
verður ekki betur séð en stílsmekkur höfundar ráði mestu.
í sambandi við þetta efni fjallar Hallberg einnig um ólíka tíðni
nútíðar hinna 50 sagnorða innbyrðis. Við talningu kemur þá sem
vænta mátti í ljós, að þetta er mjög breytilegt. I stuttum köflum tek-
ur hann ennfremur til meðferðar fylgni milli frásagnarnútíðar og
frásagnar-nú og í öðru lagi fylgni frásagnarnútíðar og beinnar rœðu.
Það liggur í hlutarins eðli, að svipuð tilhneiging í frásagnarhætti
liggi að haki þessara fyrirbrigða, viðleitnin að setja njótanda sög-
unnar mitt inn í atburðarás hennar, ef svo má segja. Með stærð-
fræðilegri aðferð er sýnt hvernig mæla má þessa fylgni.
í síðasta hluta bókarinnar eru önnur svið fornbókmenntanna tekin
til meðferðar, og sitja nú uppbyggileg rit klerka í fyrirrúmi, aðal-
lega þýðingarbókmenntir. Höfundur gengur út frá athugunum Hal-
vorsens8 um innbyrðis skyldleika einstakra texta innan Karlamagnús
sögu, og lætur nú Hallberg texta þessa safnrits gangast undir marg-
vísleg próf. Fyrsta prófið er fólgið í talningu og mælingu fimm at-
riða eða einkenna: 1. tíðni frásagnar-nú, 2. öfug orðaröð í hundr-
13