Skírnir - 01.01.1970, Side 200
194
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
aðstölu af heildartölu nútíðar og þátíðar í beinni höfundarfrásögn,
3. frásagnarnútíð í hundraðstölu af samtölu nútíðar og þátíðar í
beinni höfundarfrásögn, 4. ok er í hundraðstölu af samtölu ok er og
en er, 5. eptir þat í hundraðstölu af samtölu eptir þat og síðan. Nið-
urstaða Hallbergs af þessu verður, að Oddgeirs þáttur, Otvels þáttur,
Þáttur af Jórsalaferð og Runzivals þáttur beri merki sama þýðanda.
En í þessum prófum koma önnur atriði fram, og beinist þá athygli
rannsakandans að þeim fyrst og fremst. Tveir textanna í Karlamagn-
ús sögu, Af Agulando konungi eins og hann er í B-gerð Karlamagn-
ús sögu, og Um kraptaverk og jartegnir, sem aðeins er til í B, skera
sig úr safninu um hin stílrænu kennimörk, notkun öfugrar orða-
raðar og frásagnarnútíðar, og hafa mjög mikið af hvoru tveggja.
Einkum er tíðni frásagnarnútíðar mjög há. Próf um tíðni þeirra
sagnorða, sem helzt eru notuð til að koma að beinni ræðu: mœla,
segja, svara sýnir og samstöðu þessara tveggj a texta, og eru þeir frá-
brugðnir öðrum textum safnsins með tiltölulega mikið af segja, en
lítið af mœla. Ennfremur hafa þeir báðir töluvert af tala í þessu hlut-
verki, en það er mjög sjaldséð í öðrum textum ritsafnsins.
Textarnir tveir, Agul B og Krapt, verða nú undirstaða þeirra
prófa, er síðan eru gerð. Næst eru dregin fram 12 orð, sem innan
Karlamagnús sögu koma aðeins fyrir í Agul B og Krapt, og er sú
athugun góðra gjalda verð, en litla þýðingu hefur að athuga í hverj-
um mæli þessi orð koma einnig fyrir í þeim textum, sem athugaðir
voru í sambandi við vandamálið Snorri-Egla. Að vísu kemur í ljós
að fæst þessara orða koma þar fyrir. Líklega eru þau mjög fátíð í
íslendingasögum og konungasögum. En annað hefði getað orðið
uppi á teningnum í samanburði við riddarasögur. Annar orðalisti
hefur að geyma orð, sem eru tíð í Agul B og Krapt en fátíð annars
staðar í Karlamagnús sögu, en eru á svo jafnri dreif um Agul B, að
um stíldynti er varla að ræða. Kemur þá fram, að tíðni þessara orða
á 10000 orð er hærri í Krapt en Agul B. Gæti það komið heim við,
að Agul B sé mjög breyttur texti eftir eldri gerð, en Krapt sé frum-
gerð á íslenzku. Gæti þá stílsmekkur höfundar eða ritara hafa komið
skýrar fram þar. Á grundvelli þess, er fram er komið um skyldleika
Agul B og Krapt, snýr Hallberg sér nú að postulasögum, í tilefni af
því, að Peter Foote hefur sýnt fram á, að bæði Agul B og Krapt hafi
þegið lán frá Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs (JJ). Sú saga er