Skírnir - 01.01.1970, Page 202
196
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
an, eins og hann segir sjálfur í bréfi því, sem er formáli fyrir ritinu.
Hér virðist því gátan þegar vera leyst. Hin prófin (mœla-segja-
svara-tala, orðalistarnir tveir) og ýmis fleiri atriði í orðafari
benda í sömu átt. Fyllri athugun Nikulás sögu II í heild breytir engu
um niðurstöðuna, sem verður á þá leið, að samkenni Af Agulando
konungi, Um kraptaverk og jartegnir (hvort tveggja ritið í Karla-
magnús sögu), Jóns sögu postula IV (Unger) og T'veggja postula
sögu Jóns og Jakobs (hvor tveggja textinn í Postula sögum) og rita
Bergs ábóta: (síðari hluta) Mikaels sögu og Nikulás sögu erkibisk-
ups II, séu svo sterk, að telja verði Berg höfund allra textanna.
I sambandi við þetta vaknar spurningin: Hefði ekki verið eðli-
legra að ganga út frá þeim textum, sem Bergi verða með nokkrum
heimildum eignaðir og einangra stíl- og málfarseinkenni hans einmitt
þar? Þegar tilgangurinn er að finna bókverkum höfund, hlýtur slíkt
að teljast réttari aðferð og öruggari. Sé tilgangurinn hins vegar að
finna stíl- og málfarssérkennin sjálf, finna kennimörk einstakra rita
eða bókmenntategunda, þá er öðru máli að gegna.
En sagan er fráleitt öll. í næstu þremur köflum er mælikvarðinn
borinn að ýmsum verkum: Maríu sögu, Tómas sögu erkibiskups og
Guðmundar sögu biskups hinni ungu. Prófin eru hin sömu og fyrr
og farið nokkuð greitt yfir. Hallberg finnur mark Bergs á Maríu-
sögnum eftir handriti nr 11 4to í Konungsbókhlöðu í Stokkhóhni og
á Maríu jartegnum eftir handriti frá 15. öld. Þegar lykillinn er bor-
inn að Tómas sögu erkibiskups, sem til eru af tvær gerðir heilar og
brot hinnar þriðju, finnur Hallberg mark Bergs á gerð II (í útg.
Ungers). Reyndar kemur einnig í ljós, að gerð I hefur töluvert af
Bergs-orðum, en óvíst, hvernig beri að skýra það. Enn gengur lykill-
inn að Guðmundar sögu biskups, en þar er reyndar líka við annars-
konar rök að styðjast, þar sem eru rittengsl Guðmundar sögu og
Nikulás sögu og ummæli Arngríms Brandssonar, höfundar latínu-
sögunnar um Guðmund biskup, um Berg í drápu þeirri, er hann orti
um biskupinn.
Ritalisti Bergs er orðinn langur, en samkvæmt skoðun Hallbergs
verður þó enn að bæta við ritlingi í Heilagra manna sögum, er nefn-
ist Af Diocletiano keisara, allmörgum uppbyggilegum frásögnum
og ævintýrum í safni Gerings,9 Clarus sögu og Drauma-Jóns sögu og
nú síðast auk þess Jóns sögu helga (gerð hennar í Sthlm. perg. 5