Skírnir - 01.01.1970, Page 206
Ritdómar
halldór halldórsson:
ÍSLENZKT ORÐTAKASAFN I-II
Almenna bókafélagið, Reykjavík 1968-69
Ritverk það, sem hér verður gert að umræðuefni, er þegar orðið vel þekkt,
svo að ekki sé talað um höfund þess. Óþarft er að kynna hann fyrir lesend-
um Skírnis. Halldór Halldórsson prófessor er öilum mönnum fróðari um ís-
lenzk orðtök. Um það efni skrifaði hann doktorsritgerð sína, Islenzk orStok
(Reykjavík 1954), og margt annað hefir birzt eftir hann um einstök orðtök,
bæði í Örlögum orSanna (Akureyri 1958), tímaritinu íslenzkri tungu og víðar.
Orðtök eru dálítið sérkennileg málleg fyrirbæri, fastskorðuð orðasambönd,
sem bera gjaman aðra merkingu en einstök orð þeirra segja til um. AS leggja
árar í bát merkir yfirleitt alls ekki að leggja frá sér árar í einhvem bát, og
þegar sagt er, að eitthvað fari út um þúfur, má það hending heita, ef sá, sem
talar, hefir þúfur í huga. Orðtök af þessu tagi kallar Halldór Halldórsson
myndhverf. Þau eru sérstaklega forvitnileg vegna þeirrar fræðslu, sem þau
geta veitt bæði um merkingarlega tilfærslu eða merkingarbreytingar og ýmis
menningarsöguleg efni. Það er ekki fráleitt að líkja þeim við steingervinga,
eins og einhvem tímann hefir verið gert. Sumir láta sem þeim þyki mikil
notkun orðtaka bera vott um steinrunnið, lífvana mál. Hvað sem því líður,
mætti segja mér, að íslenzk orðtök væru meira notuð en flesta grunaði. Obb-
inn af þeim mikla orðtakasæg, sem er að finna í orðtakasafni HaUdórs Hall-
dórssonar, er alkunnur, jafnvel alvanalegt mál. Engan þarf að undra, þótt
mikið sé um myndhverf orðtök í íslenzku, þegar haft er í huga, hve hægfara
formbreytingar málsins hafa verið, síðan land byggðist.
Sjálfum er mér síður en svo ami að orðtakanotkun. I þeim efnum verðui
hver að meta, velja og hafna eins og endranær. Sum orðtök mættu gjaman
heyrast oftar. „Gorla skil ek, hvaðan alda sjá rennr undir“, sagði Þorgils
Holluson. Nú á dögum er til orðtakið þaS er auSséS, hvaSan alda sú er runn-
in, og þolir miklu meiri notkun. Sama er að segja um eftirtalin orðtök, sem
eru hvert öðra betra: vera ujsum og ásum, ríSa viS bjöllubeizli, gera langan
skó á lítinn fðt, hleypa veSri í pilsin, skera tóbakiS og síðast, en ekki sízt,
hafa asklok fyrir himin\
Eins og fram er komið, er oft og tíðum óljóst, hvemig orðtak var upp-
runalega hugsað, t. d. bera e-S á hrœsibrekku. Slík orðtök hæna þá að sér,
sem hafa gaman af málskýringum, en höfundur íslenzks orðtakasafns er einn