Skírnir - 01.01.1970, Síða 207
SKÍRNIR
RITDÓMAR
201
af þeim. í íslenzkum orðtökum 1954 eru skýrð 830 orðtök. Fjölmörg þeirra
eru að vísu auðskilin, en vegna hinna, sem torveldari eru, hafa margir leitað
tii þeirrar bókar (sem nú er orðin algerlega ófáanleg) og mörgum farið eins
og mér, að þeir vildu fá meira að heyra. Utkoma Islenzks orðtakasafns er því
fagnaðarefni. Hér er um að ræða tveggja binda verk, samtals 644 tölusettar
síður auk formála (8 bls.). Hlutverk bókarinnar „er um fram allt að vera
uppflettibók á sama hátt og sögulegar orðabækur, en vitanlega á takmarkaðra
sviði“, segir höfundur í upphafi formála síns (I, bls. v). Og síðar (bls. viii)
segir hann m. a.:
Þótt vitnað sé til bókar minnar Islenzkra orðtaka í þessu riti,
vil ég taka skýrt fram, að þessi bók, íslenzkt orðtakasafn, er al-
gjörlega nýtt verk. Hér eru miklu fleiri orðtök og orðtakaafbrigði
en þar. Dæmi um einstök orðtök eru hér oft önnur en þar og
mörg eldri. Stundum eru dæmin fleiri, stundum færri.
íslenzkt orðtakasafn er sem sé uppflettirit handa þeim, sem vilja fræðast
um feril og uppruna íslenzkra orðtaka. Það er mikils virði, að höfundur
skuli hafa gert bókina úr garði líkt og sögulega orðabók. Slíka bók eigum
við enga prentaða, heldur einungis safnið til hennar, þar sem er seðlasafn
Orðabókar Háskólans, en það hefir höfundur einmitt notað sér. Má því segja,
að þetta sé fyrsta inálsögulega uppflettiritið, sem talizt getur ávöxtur af því
starfi, sem þar hefir verið unnið undanfarinn aldarfjórðung. Svo er þó ekki
að öllu leyti, því að höfundur hefir einnig viðað að sér efni á eigin spýtur,
sérstaklega úr fommálinu, sem Orðabók Háskólans nær ekki til, en raunar
einnig úr máli síðari alda og nútímamáli. Tæmandi orðtakasafn er þetta þó
ekki og átti ekki heldur að vera það.
Islenzku orðtakasafni er ætlað meira en vera skrá um feril og tilbrigði orð-
taka. Höfundur leitast einnig við að skýra uppruna þeirra eftir föngum, og
að því marki er ferðinni efalaust heitið. En höfundur veit, að leiðin getui verið
löng og gerir sér ljóst, að hann segir ekki síðasta orðið í þessum fræðum.
Þess vegna eru spilin lögð á borðið fyrir hvern þann, sem vill spreyta sig.
Það er bókinni mjög til gildisauka og höfundi hennar til sóma, hve hógvær
hann er í skýringum sínum. Þess verður aldrei vart, að hann reyni að gylla
sig með fánýtu lærdómsprjáli eða dómgreindarlausri „hugvitssemi". Þessi
bók hefði orðið önnur og verri, ef höfundur hefði lagt allt kapp á að setja
fram skýringar án þess að geta stutt þær álitlegum rökum. Þess háttar vinnu-
brögð eru venjulega til trafala, en engum til gagns.
Þegar höfundur veit ekki, hver uppmni er, segir hann stutt og laggott:
„Uppruni óvís“. Og þá veit lesandinn það! Viðhorfi höfundar til skýringa má
bezt kynnast af bókinni sjálfri, en einnig af því litla, sem hann segir um það
efni í formála (bls. viii):
Um skýringar mínar á orðtökunum skal ég vera fáorður. En á
það vil ég leggja áherzlu, að skýring á orðtaki er aldrei fyllilega
ömgg, nema það komi fyrir í eiginlegri merkingu. Annað era til-
gátur meira og minna sennilegar.