Skírnir - 01.01.1970, Side 208
202
RITDOMAR
SKÍRNIR
Hér kemur fram sú varkámi í skýringum, sem mér finnst einkenna þessa
bók; sjá t. d. skjóta í langbakka (II, 10-11). Fyrir kemur m. a. s., að mér
þykir höfundur ganga óþarflega langt í þeim efnum. Einnig ber við, þótt
fátítt sé, að hann sleppir frá sér skýringartilgátu, sem hann getur ekki stutt
teljandi rökum. Svo er t. d. um skýringuna á e-m sígur larSur (II, 12). Höf-
undur lætur sér detta í hug, að larður sé lýsingarháttur þátíðar af týndri
sögn, *lerja. En svo bætir hann við svikalaust: „hér er aðeins um mjög
djarfa skýringartilraun að ræða. Uppruninn er alls óvís“.
Þótt mörg orðtök séu hér hin sömu og í íslenzkum orðtökum 1954, er þetta
allt annað verk - eins og áður er getið - einnig að því er til skýringa tekur.
I þessu riti eru settar fram skýringar á orðtökum, sem ekki hafa verið skýrð
fyrr. Stundum era eldri skýringar höfundar sjálfs vefengdar, án þess að aðrar
komi í staðinn (I, 262), ellegar eldri skýringar eru látnar víkja fyrir nýjum,
sem ýmist era runnar frá honum sjálfum eða öðram (I, 26, 265, 307), og
jafnvel hefir tekizt að skýra orðtak vegna nýrra heimilda, sem fram hafa
komið um verkmenningu, sbr. orðtakið ganga í súginn (II, 197).
Ég á ekki von á, að ég geti lagt mikið af mörkum til að skýra það, sem
enn þarf skýringa við. En mig langar til að bæta svolitlu við til umhugsunar
um skýringu tveggja orðtaka.
(1) Láta engan bilbug á sér sjá (finna). Uppruna þessa orðtaks telur höf-
undur óvísan; vel megi vera, að það „sé ekki myndhverft, heldur hafi bilbugr
aðeins merkt „ótti“, sbr. beygur, sem er skylt bugur“ (I, 63). Hér finnst mér
höfundur óþarflega hikandi. Eins og hann bendir á, „virðist orðið bilbugur
að fornu mikið bundið við lýsingar á hemaði, og kann svo að vera, að bilbugr
hafi í fyrstu táknað undanhald í orrastu" (s. st.). Síðan era leiddar líkur
að því. Er ekki bilbugur sá bugur, sem kemur á víglínu, þegar einhvers staðar
er látið undan síga, einhvers staðar bilar? Mér sýnist myndin nógu skýr. I frá-
sögn af Jómsvíkingabardaga segir svo í Fornmanna sögum (Kaupmannahöfn
1825) I, 174:
Eiríkr jarl hafði réttan þann bug, er á var vorðinn flotanum fyrir
Sveini bróður hans, er hann hafði látit lúta undan Vagni, svá at þá
lágu skip í þann arminn sem í furstu, er þeir komu saman.
Þama hefir floti Eiríks jarls látið bilbug á sér sjá, en Eiríkur jarl síðan
rétt þann bug.
(2) Láta (leggja) e-ð fyrir róða. Mjög hefir vafizt fyrir mönnum að skýra
þetta orðtak, og sama er að segja um leggja e-ð fyrir óðal, sem er einungis
til frá síðari öldum, en er nauðalíkt og sömu merkingar („gefa e-ð upp á bát-
inn, kasta e-u á glæ, láta e-ð róa“). Höfundur telur þó alls óvíst, „hvort hér
er um að ræða afbökun hins forna orðtaks eða annað samrætt torráðið orð-
tak“ (II, 88). Þessi varfæmislegu ummæli er erfitt að vefengja. Ég stenzt þó
ekki þá freistingu að líta á þessi tilbrigði sem eitt og sama orðtakið og ætla
m. a. s. að leyfa mér að benda á hugsanlegan uppruna þess. Fyrri skýringar
era taldar í íslenzkum orðtökum, bls. 52-54. Sigurður Skúlason hugði, að róði
merkti „róðukross", en höfundur hallaðist helzt að því, að róði merkti „vind-