Skírnir - 01.01.1970, Qupperneq 209
SKÍRNIR
RITDOMAR
203
ur“ og láta fyr(ir) róSa væri hugsað líkt og ganga í súginn. En nú er fengin
ný skýring á því orðtaki, og virðist höfundur þá ekki lengur taka afstöðu til
skýringar orðsins róoa.
Elzta gervi orðtaksins er láta e-t fyr róða og kemur fyrst fyrir í vísu eftir
Hallfreð vandræðaskáld. Það ætti því að hafa verið til í málinu í kringum
1000, ef vísan er rétt feðruð. Annars eru heimildir um það þegar frá 12.
öld (sjá Islenzk orðtök, bls. 52-53). I einu handriti Konráðs sögu er sögnin
leggja komin í stað láta. Og frá 16. öld og síðan eru einungis til heimildir
um leggja e-ð fyrir óðal.
Aðaltilbrigðin eru því þrjú og breytingarnar tvær. (Breytingin úr fyr í fyrir,
sem lýkur á 13. öld, er hér aukaatriði, því að hún er altæk, en ekki bundin
við þetta orðtak.):
(a) láta e-t fyr (/>fyrir) róða,
(b) leggja e-ð fyrir róða,
(c) leggja e-ð fyrir óðal.
Fyrri breytingin, láta > leggja, er auðskilin. Menn hafa skilið orðin fyr(ir)
róða sem forsetningarlið í hlutverki staðarákvæðis. Þess vegna gat ekki skipt
miklu máli, hvort notuð var sögnin láta eða leggja. Að leggja e-ð e-s staðar
er nokkum veginn sama og láta e-ð e-s staðar. Ekki er ólíklegt, að það hafi
stuðlað að breytingunni, að leggja hafi verið til í orðasamböndum svipaðrar
merkingar og láta e-t fyr róða, t. a. m. leggja e-t niðr.
Með hliðsjón af því, að uppruni orðtaksins láta/leggja e-ð fyrir róða hafi
verið jafn óljós á miðöldum og nú, er síðari breytingin (róða óðal) einnig
skiljanleg. Báðar sagnirnar láta og leggja byrja á Z-i, og oft hefir orðum
verið hagað svo, að sögnin fór næst á eftir staðarákvæðinu, sbr. bæði dæmin,
sem höfundur tekur um yngstu gerðina: „fyrir óðal lagður“ og „fyrir óðal
leggjast“. Hér hefir átt sér stað hljóðflutningur milli orða, sem er alþekkt
fyrirbæri: fyrir róða lagður /> fyrir óðal lagður o. s. frv. Orðin renna saman
í framburði, og hljóðarununni er skipt í orð á nýjaleik, þannig að næstfyrsta
r-inu er ekki lengur skipt milli orða, heldur látið fylgja fyrsta orðinu. Hins
vegar er Z-inu nú skipt á tvö orð í stað þess að fylgja eingöngu síðasta orðinu.
Þetta er dæmigerð afbökun. Orðið óðal hafa menn skilið, en róða ekki og
hafa þá þótzt einhverju bættari við þessa endurskiptingu.
En hver er þá upprani orðtaksins láta e-t fyr róðal Allir, sem reynt hafa
að svara þeirri spumingu, hafa hugsað sér, að fyr væri forsetning og róða
nafnorð, enda sýna breytingar orðtaksins, að þannig hafa menn skilið það.
Athyglin hefir því beinzt að því að skýra uppruna nafnorðs (róða). Engum
hefir dottið í hug, að fyr róða gæti upphaflega verið sögn með áherzlulausu
forskeyti eins og fyrbanna, fyrbfóða, fyrdæma, fyrfara, fyrgefa, fyrgera, fyr-
láta, fyrlíta, fyrmuna, fyrnema o. fl. Sú hugmynd er þó vel þess virði, að henni
sé gaumur gefinn. Munurinn á fyr róða og þessum sögnum er sá, að stofn
þeirra er vel kunnur, en *róða er ekki til sem sagnorð í íslenzku. Það þarf
þó ekki að mæla gegn því, að fyr róða sé sögn að uppruna. Ljóst er, að þetta
er ekkert venjulegt orð eða orðasamband. Það kemur aldrei fyrir nema í