Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 210
204
RITDÓMAR
SKÍRNIR
þessu eina orðtaki, þar sem það er skorðað og merkingarsnautt, og sver sig
því í ættina við erlendar slettur, sem berast inn í málið í föstum samböndum,
en eru óþekktar þar að öðru leyti.
Eins og sjá má á sambandinu láta e-t fyr róða þarf fyr róða að hafa verið
áhrifslaus sögn ellegar áhrifssögn með þolfalli, til þess að hugmyndin fái
staðizt. Spumingin verður þá sú, hvort þvílík sögn hefir verið til í skyldum
málum fyrir 1000, þ. e. í forngermönsku málunum.
Rétt er þá að hafa í huga, að rithátturinn fyr róða þarf ekki að vera annað
en mistúlkun á fyróða (sbr. skýringuna á róða óðal hér að framan). Til
greina kemur m. ö. o., að stofnsögnin hafi verið óða ekki síður en róða, en
hvorug er til í íslenzku, og hin síðarnefnda á sér enga samsvörun í fomgerm-
önskum málum. A þessu dæmi er því aðeins ein sjáanleg lausn, ef jyr róða
er vesturgermönsk tökusögn að uppruna. Hún er þá komin úr fornháþýzku
firódan (eða firóden) „eyðileggja“ ellegar samsvarandi fomsaxneskri sögn,
ef til hefir verið, en um það era engar heimildir. Fomháþýzka sögnin er hins
vegar kunn af orðasöfnum frá síðari hluta 8. aldar og úr samfelldu máli í
hinni fornháþýzku Isidor-þýðingu frá því um 800. Þar má sjá, að sögnin hefir
stýrt þolfalli. Dæmið er þannig (tekið úr hinni stóm þýzku orðabók Grimms-
bræðra, Deutsches Wörterbuch, 12. bindi, Leipzig 1886, u. veröden): „endi ar-
slagan uuirdit Krist endi dhea burc ioh ghelstar fyrodhant liudi mit demo
zuohaldin herizohin“. Ef þýzku orðaröðinni er fylgt, merkir þetta nokkum
veginn: „og deyddur verður Kristur, og þá borg og fóm „foreyða“ lýðir með
þeim tilvonandi hertoga".
Norrænn maður, sem hefði lært þessa sögn (firódan) í föstu orðasambandi
á 10. öld, hefði vafalítið kallað hana fyr'óða á sínu máli. Hann hefði varla
gert sér grein fyrir því, að fhþ. ódan er sama orðið og íslenzka sögnin eyða,
enda hefði firódan þá orðið *fyreyða í íslenzku. Rótarsérhljóðið í orðinu var
í fmmgermönsku au (sbr. lýsingarorðið auður), en í þessum stofni breyttist
au í ó í tveimur germönskum málum, fomháþýzku og fornsaxnesku.
Fhþ. firódan heitir nú veröden. Engar heimildir em um þessa sögn í mið-
háþýzku og miðlágþýzku (stofnsögnin œden var til í mhþ.), en Ijóst er þó, að
hún barst til Norðurlanda á miðöldum, svo sem sjá má á fomdönsku forpdhe
og fomsænsku forödha. Fyrir áhrif þaðan er svo mynduð sögnin foreyða í
íslenzku á siðskiptatímanum og stýrir ýmist þolfalli eða þágufalli.
Vera má, að hugmyndin um erlendan uppruna fyr róða væri girnilegri, ef
fhþ. firódan hefði verið áhrifslaus. Að vísu finnst mér það ekki skipta megin-
máli, en á það skal bent, að engan veginn er loku fyrir það skotið, að sögnin
hafi einnig veiið til áhrifslaus á lántökutímanum. Þess ber að minnast, að
fyrir siðaskipti er aðeins eitt dæmi kunnugt um notkun þessarar sagnar, þ. e.
dæmið úr Isidor. Frá síðari öldum er hins vegar vitað um tvenns konar notk-
un sagnarinnar veröden (sbr. orðabók Grimmsbræðra). Hún er ekki aðeins
til sem áhrifssögn í merkingunni „eyða, tortíma", heldur líka áhrifslaus í
merkingunni „eyðast, tortímast“. Enginn veit, hversu gömul sú notkun er, en
mér finnst ekki líklegt, að hún sé fom.